Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 55
Ur danslagakeppni SKT
VORNÓTT
Lag og texti: Eyþór Stefánsson
Hún:
I vornætur hlýja blænum
hugsa ég til þín.
Komdu með sumar í geði,
komdu með sólskin og gleði,
komdu með ást til mín!
Hann:
Hugur minn hjá þér cr bundinn,
hverfa við skulum í lundinn,
eiga þar fagnaðarfundinn
og fegurstu ævintýr!
Bæhi:
Hugur minn hjá þér er bundinn,
hverfa við skulum í lundinn,
eiga þar fagnaðarfundinn
og fegurstu ævintýr!
Á RÉTTARDANSLEIK
Lag: Gnnnar Guðjónsson
Texti: Loftnr Guðmundsson
Á grundinni við réttarvcgginn
ganga þau í dans,
og Gunna stígur jitterbugg
en Jónki Óla-skans;
Jónki bóndi í hjáleigunni
og kaupakonan hans.
Brosljúf, ástfús borgarmær,
sem bregður ci við neitt,
ilmvatnsþvegin, uppmáluð
og augnabrúnareitt,
og Jónki hefur rakað sig
og rauðan lubbann grcitt.......
Hæ-hæ og hó-hó,
tónar töfra og kalla.
Hæ-hæ og hó-hó,
hljóma klettar fjalla.
ÞAÐ VAR UM NÓTT
Lag: fóhannes Jóhannesson
Texti: „Tólfti september"
Það var um nótt, — þú drapst á dyr
mér hjá —
að dyrnar opnuðust af sjálíu sér,
og inn þú komst og kveiktir ljós hjá mér.
Ég kraup að fótum þér í hljóðri þrá.
Þú lagðir hönd að brjósti mér svo blítt,
að birta tók og mér varð aftur hlýtt.
Og varir mínar villtust til þín, — heim,
og vorsins raddir fylltu tímans geim.
NÓTT í ATLAVÍK
Lag: Svavar Benediktsson
Texti: Kristján frá Dpípalæk
I Hallorsstaðaskógi
er angan engu lík
og dögg á grasi glóir,
JÚNÍ, 1952
53