Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 5
Ljár nam við bein
Smásaga eftir
HALLA TEITS
INN UM RYKUGA gluggana
bárust daufir geislar lækkandi
sólar og féllu á gólfið. Hægt og
hægt fikruðu þeir sig yfir það
að innri veggnum og upp eftir
honum unz þeir að lokum
hurfu; eftir var aðeins svartur
skuggi uppi við loftið. ...
Við gluggann var stór vél,
sem notuð var til að berja harð_
fiskinn með. Á stól fyrir fram-
an vélina sat gamall maður,
sem hafði unnið við hana síðustu
25 árin. Á pokahrúgu við fætur
gamla mannsins sat ungur pilt-
ur með ljósan skegghýjung og
gráblá augu.
í tuttugu og fimm ár hafði
þessi harðfiskverksmiðja starf-
að þarna í húsinu, en frá og með
deginum í dag var starfrækslu
hennar lokið. Það voru erfiðir
tímar.
Vonleysisleg augu gamla
mannsins hvíldu á æskufríðu
andliti piltsins. Það ríkti djúp
þögn. Piltinum þótti þögnin ó-
þægileg og var að hugsa um að
rísa á fætur og ganga út, en svo
fannst honum hann ekki geta
gert það vegna mannsins; hann
sat svo kyrr. Loks leit hann í
'augu gamla manninum og
spurði:
Hvað ætlai’ðu að fara að gera
núna, Bráinn?
Gamli maðurinn sneri sér að
vélinni og svaraði eftir andar-
takshik:
Sannast að segja veit ég það
ekki, drenjgur minn.
Eitthvað verðurðu þó að gera,
maður.
Ég veit ekki, ég veit ekki.
Hvenær byrjaðirðu að vinna
hér?
O—o, það eru æðimörg árin
síðan, stundi maðurin. Ætli það
séu ekki liðlega tuttugu ár.
Hvað gerðirðu áður en þú
JÚNÍ, 1952
3