Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 53
Að lokum torgaði púkinn þó
ekki meiru, og hann stóð upp
og lét klingja í peningunum sín-
um (púkar hafa alltaf nóga pen-
inga).
„Ég held hóstinn sé að skána.
Og ef svo er ekki, þá ... til hel-
vítis með hann. Ha! ha! ha!“
Louis sagði honum auðvitað,
að hann væri fjandans mikill
kall, og þegar þeir voru komn-
ir út úr ,,Rottugildrunni“ aftur,
skældi hann sig vingjarnlega í
framan, tók kurteislega ofan
fyrir púkanum og sagði: „Ég
held þér ætlið þessa leið, ég fer
í hina áttina.“ Og svo lagði hann
af stað eftir götunni. Hann þorði
varla að anda fyrr en hann var
kominn fyrir næsta götuhorn,
en þegar hann taldi sig örugg-
an, sagði hann:
„Guði sé lof ég slapp frá þess-
um náunga. Hér er ég nú, dauð-
ur, ósýnilegur, ætti ég ekki að
fara og sjá, hvað Selia hefst að?“
En áður en þessari hugsun var
lokið, fann hann hönd lagða á
öxl, sneri sér við og sá fanga-
vörð sinn.
„O, þarna eruð þér þá. Ég var
að velta fyrir mér, hvað hefði
orðið um yður,“ sagði Louis.
„Ég er augablindur, en nú
verðum við að komast heim á
leið,“ svaraði púkinn og brosti.
NÚ VAR ekkert undanfæri.
Þeir gengu í átt til Piccadilly
Circus. Púkinn hélt fast um úln-
liðinn á Louis. Hann gerði það
hógværlega, en Louis kunni ekki
við það. Svo gengu þeir niður
í neðanjarðarstöðina, en einmitt
þar sem gangurinn til helvítistil-
færinganna byrjaði, hvern sá
Louis þá ekki annan en sinn hat-
aða meðbiðil í kjól og hvítt með
pípuhatt og allt tilheyrandi á
leið til að ná í síðustu lest heim.
„Ég þori að veðja, að þér get-
ið ekki borið mig á bakinu héð-
an til rennitröppunnar,“ sagði
Louis allt í einu við púkann.
Púkinn tók áskoruninni sam-
stundis og beygði sig niður. Lo-
uis neytti allrar orku, tók um
mittið á meðbiðli sínum og
fleygði honum upp á hrygginn
á púkanum, sem greip um fætur
hans og þaut af stað eins og veð-
hlaupahestur.
„Ég skal halda á yður. alla
leið til helvítis fyrir tvo aura,“
hrópaði púkinn kátur.
„Ágætt,“ kallaði Louis, sem
hljóp við hlið hans til að njóta
þessarar sýnar, og hafði þá ó-
segjanlegu ánægju að sjá púk-
ann stökkva með byrði sína út
á rennitröppuna, sem þaut áfram
með ofsahraða.
Louis gekk upp og út á götu,
og réð sér varla fyrir kæti. Hann
JÚNÍ, 1952
51