Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 53

Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 53
Að lokum torgaði púkinn þó ekki meiru, og hann stóð upp og lét klingja í peningunum sín- um (púkar hafa alltaf nóga pen- inga). „Ég held hóstinn sé að skána. Og ef svo er ekki, þá ... til hel- vítis með hann. Ha! ha! ha!“ Louis sagði honum auðvitað, að hann væri fjandans mikill kall, og þegar þeir voru komn- ir út úr ,,Rottugildrunni“ aftur, skældi hann sig vingjarnlega í framan, tók kurteislega ofan fyrir púkanum og sagði: „Ég held þér ætlið þessa leið, ég fer í hina áttina.“ Og svo lagði hann af stað eftir götunni. Hann þorði varla að anda fyrr en hann var kominn fyrir næsta götuhorn, en þegar hann taldi sig örugg- an, sagði hann: „Guði sé lof ég slapp frá þess- um náunga. Hér er ég nú, dauð- ur, ósýnilegur, ætti ég ekki að fara og sjá, hvað Selia hefst að?“ En áður en þessari hugsun var lokið, fann hann hönd lagða á öxl, sneri sér við og sá fanga- vörð sinn. „O, þarna eruð þér þá. Ég var að velta fyrir mér, hvað hefði orðið um yður,“ sagði Louis. „Ég er augablindur, en nú verðum við að komast heim á leið,“ svaraði púkinn og brosti. NÚ VAR ekkert undanfæri. Þeir gengu í átt til Piccadilly Circus. Púkinn hélt fast um úln- liðinn á Louis. Hann gerði það hógværlega, en Louis kunni ekki við það. Svo gengu þeir niður í neðanjarðarstöðina, en einmitt þar sem gangurinn til helvítistil- færinganna byrjaði, hvern sá Louis þá ekki annan en sinn hat- aða meðbiðil í kjól og hvítt með pípuhatt og allt tilheyrandi á leið til að ná í síðustu lest heim. „Ég þori að veðja, að þér get- ið ekki borið mig á bakinu héð- an til rennitröppunnar,“ sagði Louis allt í einu við púkann. Púkinn tók áskoruninni sam- stundis og beygði sig niður. Lo- uis neytti allrar orku, tók um mittið á meðbiðli sínum og fleygði honum upp á hrygginn á púkanum, sem greip um fætur hans og þaut af stað eins og veð- hlaupahestur. „Ég skal halda á yður. alla leið til helvítis fyrir tvo aura,“ hrópaði púkinn kátur. „Ágætt,“ kallaði Louis, sem hljóp við hlið hans til að njóta þessarar sýnar, og hafði þá ó- segjanlegu ánægju að sjá púk- ann stökkva með byrði sína út á rennitröppuna, sem þaut áfram með ofsahraða. Louis gekk upp og út á götu, og réð sér varla fyrir kæti. Hann JÚNÍ, 1952 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.