Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 30
„Ég get svarað þessu tafar- laust,“ saigði Penbury. „Skýring- in er ofur einföld: ég hleraði við dyrnar. En má ég nú ekki halda áfram greinargerðinni, eins og ég hafði ætlað mér? Þakka! ... Eins o'g ég sagði áðan, kom ég heim um þið bil klukkan 21. Ég fór beina leið til herbergis míns ..Hann þagnaði sem snöggvast til þess að auka á á- hrif orða sinna, en hélt síðan áfram: „Á gólfinu fann ég vasa- klút, sem ég á ekki. Hann var þar ekki, þegar ég fór. Ég velti því nokkra stund fyrir mér, hvort Wain gæti átt hann. Ég fór inn í herbergið hans til að spyrja hann, hvort hann ætti vasaklútinn. Þá lá hann á gólf- inu við rúmið. Hann var að sjálf- sögðu í öllum fötum. Hann lá á bakinu. Höfuðið vissi að glugg- anum og annan handlegginn hafði hann teygt í áttina til ar- insins. Hann hafði verið lagður í hjartað, en morðvopnið sá ég hvergi. Sárið var mjög lítið um sig, en það var djúpt. ... Glugg- inn var aftur og öll hengslin fest. Á því er enginn vafi, að morðinginn hefur komið inn um dyrnar. Ég fór út úr herberginu og læsti dyrunum á eftir mér, því að ég vildi ekki að neinn færi þarna inn fyrr en lögregl- an og lögreglulæknirinn hefðu komið þangað. ... Nú, síðan fór ég niður. Síminn er, eins og þið vitið, í borðstofunni. Það er mjög óhentugt; ég hef oft sagt að það ætti að flytja hann fram í and- dyrið. Um leið og ég fór fram hjá stofudyrunum hérna, lagði ég við hlustirnar til að heyra, um hvað þið væruð að tala. Ég heyrði greinilega að frú Mayton sagði: — Hvert skyldi Wain ætla? Þér, Smith, spurðuð: — Var hann að fara? ... Svo sagði frú Mayton: — Mér heyrðist ég heyra í útidyrunum. Þessu næst flýtti ég mér inn í borðstofuna, hringdi til lögreglunnar og kom svo hingað.“ ÞRÚTIN af reiði sneri frú Mayton sér að honum: „Hvers vegna sátuð þér hér og gónduð á okkur í þrjár mínútur áður en þér sögðuð nokkuð?“ spurði hún. „Ég var að virða yður fyrir mér,“ mælti Penbury kuldalega. „Þetta fjarverutal er ekki fimmeyrings virði,“ hreytti Cal- throp út úr sér. „Getið þér sann- að, að þér hafið í raun og sann- leika verið úti í bæ?“ „Klukkan 20.30 drakk ég kaffi- bolla í litla veitingahúsinu í Junkersstræti," svaraði Pen- bury. „Þangað er tuttugu mín- útna gangur héðan. Þetta er 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.