Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 50
Þess vegna raðaði hann töfl-
unum fyrir framan sig, óskaði
sjálfum sér til hamingju með
fallega náttsloppinn sinn og
stillti mynd af Seliu upp við
vekjaraklukkuna. „Ég hef enga
lyst, en ég neyði mig til að eta
af tilliti til vina minna. Það er
ekkert eins þreytandi og for-
smáður elskhugi“. Með þessum
orðum byrjaði hann þessa síð-
ustu, léttu máltíð.
Töflurnar voru ekki lengi að
virka. Vinur vor lokaði augun-
um, gætti þess að setja upp bros,
sem smekkmaður gæti verið vel
þekktur fyrir að finnast með að
morgni, og bjó sig undir ferðina
inn í dauðans skuggadal.
FLUGIÐ var stutt og laggott.
Hann kom hvergi við, og hann
varð undrandi yfir að uppgötva,
að það var alls ekki til neitt
EKKERT, þó að maður væri ó-
neitanlega dauður í glæsilegasta
herbergi Muttonsgistihússins.
„Hér er ég. Dauður. í Muttons-
gistihúsi," sagði hann hissa.
Hugsunin var svo nýstárleg, '
að hún kom honum til að spretta
fram úr rúminu. Hann tók eftir
því, að líkið lá kyrrt í rúminu,
og hann var feginn að sjá, að
brosið sat á sínum stað sem vera
bar.
Hann gekk að speglinum til
að gá að, hvort andlitið væri
jafn heillandi nú, en þegar hann
leit í spegilinn, sá hann ekki
neitt. En samt hafði hann ómót-
mælanlega bæði handleggi og
fætur, og hann fann, að hann
gat hreyft augabrúnirnar á sinn
venjulega hátt, og af því álykt-
aði hann, að hann væri á marg-
an hátt líkur sjálfum sér, en þó
með öðru móti.
„Ég er bara ósýnilegur,11 sagði
hann, „og það getur haft sína
kosti.“
Hann ásetti s^r að fara strax
út til að njóta sín í þessu nýja
ástandi. Hann gekk niður stig-
ana fylgdist með gesti út um
hringdyrnar og gekk síðan út
Korkstræti. Þetta virtist vera
rétt eftir miðnætti, hann sá lög-
regluþjón, bíla og nokkra kven-
menn, sem alls ekki tóku eftir
honum.
En hann hafði ekki gengið
nema tuttugu metra, þegar
grannur, dökkur herramaður
kom út úr skugga við hús, gekk
beint til hans og sagði: „Fjand-
inn hirði yður, maður. Skárri
er það tíminn, sem þér hafið
þurft til þess arna!“
Louis varð dálítið hverft við
að uppgötva, að hann væri ekki
eins ósýnilegur og hann hafði
haldið. Hann starði á gestinn og
sá, að augu hans glóðu í myrkr-
48
HEIMILISRITIÐ