Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 15
„Það er af því, að hann er ríkur,“ sagði Níta. „Og svo er hann fállegur og skemmtilegur. Hann þarf alltaf að daðra, en hann gerir það hrífandi. Ég hef ekki enn hitt fyrir þá ungu stúlku, sem gat staðizt þau um. mæli, að hún væri öðruvísi en allar aðrar, og það eru eftirlætis- gullhami-ar Jeremys. Og hann er allur í báli, þegar hann er ást- fanginn — á meðan það varir. Hvað er fleira um hann að segja, Theo?“ „Ekki annað en það, að hann getur leyft sér ýmislegt, sem hver annar myndi verða hengur fyrir.“ Lintí leit spyrjandi á Anice. „En þarf endilega að kynna mig fyrir honum? Ég vil helzt vera laus við það.“ „Það getur verið, góða mín,“ sagði Theo, „en ég hef enga trú á að þú getir það.“ Og hann reyndist sannspár. Næsta kvöld, þegar þeim var boðið á dansleik heima hjá Nítu, var Jeremy þar. Allar ungu stúlkurnar þyrptust í kringum hann. Lintí leit einu sinni á hann, og þótti ekki mikið til koma. Henni fannst hann ekki sérlega fríður. En það ímyndaði hann sér efalaust, hugsaði hún. Því miður horfði hann einmitt á Lintí, í því að hún leit til hans fyrir forvitnissakir. Hún flýtti sér að líta af honum aftur og fór að tala við annan mann. Og eftir það gleymdi hún Jionum gersamlega, þar*til í hléi, að hún heyrði djúpa, hlæj- andi rödd fyrir aftan sig, og það var þá Jeremy Beaumont. „Hvernig stendur á því, að yið höfum ekki talazt við fyrr?“ spurði hann og leit brosandi í augu henni. HÚN þoldi ekki kumpánleg- an, yfirlætislegan svip hans. Hann ætti skilið snoppung. „Sjálfsagt af því, að við höfum ekki verið kynnt,“ svaraði hún kuldalega. Hann leit undrandi á hana. Hann hafði auðsjáanlega ekki átt von á svona hvatskeytslegu svari úr þessari átt. En hann lét það ekki trufla sig nema andartak. í sama bili kom móð- ir Föbu að, og hann sneri sér strax að henni: „Viljið þér ekki kynna mig, frú Thomson?" sagði hann og leit á Lintí. „Ó, Lintí! Þetta er Jeremy Beaumont — ungfrú Lestie —“ sagði hún og flýtti sér burt. „Eigum við að dansa?“ spurði Jeremy jafn kumpánlega og áð- ur. „Ég held því miður, að ég JÚNf, 1952 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.