Heimilisritið - 01.06.1952, Side 15

Heimilisritið - 01.06.1952, Side 15
„Það er af því, að hann er ríkur,“ sagði Níta. „Og svo er hann fállegur og skemmtilegur. Hann þarf alltaf að daðra, en hann gerir það hrífandi. Ég hef ekki enn hitt fyrir þá ungu stúlku, sem gat staðizt þau um. mæli, að hún væri öðruvísi en allar aðrar, og það eru eftirlætis- gullhami-ar Jeremys. Og hann er allur í báli, þegar hann er ást- fanginn — á meðan það varir. Hvað er fleira um hann að segja, Theo?“ „Ekki annað en það, að hann getur leyft sér ýmislegt, sem hver annar myndi verða hengur fyrir.“ Lintí leit spyrjandi á Anice. „En þarf endilega að kynna mig fyrir honum? Ég vil helzt vera laus við það.“ „Það getur verið, góða mín,“ sagði Theo, „en ég hef enga trú á að þú getir það.“ Og hann reyndist sannspár. Næsta kvöld, þegar þeim var boðið á dansleik heima hjá Nítu, var Jeremy þar. Allar ungu stúlkurnar þyrptust í kringum hann. Lintí leit einu sinni á hann, og þótti ekki mikið til koma. Henni fannst hann ekki sérlega fríður. En það ímyndaði hann sér efalaust, hugsaði hún. Því miður horfði hann einmitt á Lintí, í því að hún leit til hans fyrir forvitnissakir. Hún flýtti sér að líta af honum aftur og fór að tala við annan mann. Og eftir það gleymdi hún Jionum gersamlega, þar*til í hléi, að hún heyrði djúpa, hlæj- andi rödd fyrir aftan sig, og það var þá Jeremy Beaumont. „Hvernig stendur á því, að yið höfum ekki talazt við fyrr?“ spurði hann og leit brosandi í augu henni. HÚN þoldi ekki kumpánleg- an, yfirlætislegan svip hans. Hann ætti skilið snoppung. „Sjálfsagt af því, að við höfum ekki verið kynnt,“ svaraði hún kuldalega. Hann leit undrandi á hana. Hann hafði auðsjáanlega ekki átt von á svona hvatskeytslegu svari úr þessari átt. En hann lét það ekki trufla sig nema andartak. í sama bili kom móð- ir Föbu að, og hann sneri sér strax að henni: „Viljið þér ekki kynna mig, frú Thomson?" sagði hann og leit á Lintí. „Ó, Lintí! Þetta er Jeremy Beaumont — ungfrú Lestie —“ sagði hún og flýtti sér burt. „Eigum við að dansa?“ spurði Jeremy jafn kumpánlega og áð- ur. „Ég held því miður, að ég JÚNf, 1952 13

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.