Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 43
skrifa þau á daginn. Því eigin-
maðurinn þarfnast konu, sem
hann getur talað við — ekki
konu, sem sífellt segir: iss!“
„Það er þá satt!“ sagði hún.
„Að ég var ekki í eftirvinnu
— já“. Hann leit á klukkuna.
„En nú verð ég að komast af
stað“.
Og svo fór hann sína leið,
brosandi út að' eyrum.
ÞEGAR hann kom heim, var
búið að leggja á kvöldverðar-
borðið. Kanínusteik. María, sem
var í sínum fínasta kjól, leit
snöggvast upp. Hún var að
skrifa bréf. Steve beit á vörina.
Hún storkaði honum. Venjulega
tók hún ekki til við skriftirnar
fyrr en eftir kvöldverð.
„Segðu mér, má þetta alls
ekki bíða?“
Hún hristi höfuðið.
„Mér finnst maður eigi að
svara nafnlausum bréfum um
hæl“.
„Svara nafnlausum — —?“
Hann starði undrandi á hana.
„Hvernig ætlarðu að fara að því,
má ég spyrja?“
„Eg skal segja þér, ég veit,
hver skrifaði bréfið. Heldurðu
að allir séu jafn lélegir í réttrit-
un og skrifi fylgja ypsilonlaust.
Og þú tókst þessu líka áberandi
rólega, þegar nafnlausa bréfið
kom. Og svo hef ég fundið stræt-
isvagnsmiðann í vasanum á
regnkápunni þinni. Hugsa sér,
að þú skvldir nenna alla þessa
leið til að láta bréfið í póst.
Hvers vegna endilega í þessu
hverfi?“
„0, nafnlausir bréfritarar fara
nú alltáf skrítilega að ráði sínu,
þeirra vegir eru órannsakanlegir.
En })ú hefur alveg unnið leik-
inn“. sagði hann og hló.
„Nei, það gerðir þú“.
Brosandi rétti hún honum
blað, sem á var skrifað:
,,Kœri Steve! Hér eftir skaltu
fá helmingi meiri ást og helm-
ingi fleiri kossa. Enga eftir-
vinnu!“
„Sjáum til! Þetta líkar mér“,
sagði hann hlæjandi.
„Já, og svo hef ég ákveðið að
klemma bréfaskriftirnar inn á
milli matar- og kaffitíma".
„Alveg afbragð!“ sagði hann
og tók hana í fangið og lét hana
detta á legubekkinn.
„Það er nefnilega meiningin,
að eiginmenn séu persónur, sem
tekið sé allmikið tillit til.
OG um kvöldið voru þau bæði
í samræmi við 93. síðu — alveg
fullkomin lijón. En það er ekki
hægt að krefjast þess, að mann-
eskjan geti verið fullkomin alla
daga ársins.
JÚNÍ, 1952
41