Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 19
uð fá tækifæri til að reyna, hvort þér gætuð nokkur áhrif haft á mig. Ég skal umgangast yður eins mikið og þér viljið.“ „Þér eigið við — við verðum vinir?“ „Nei, það geri ég ekki,“ and- mælti hún. ,,Ég á einungis við, að ég ætla að veita yður öll möguleg tækifæri til að fá mig til að skipta um skoðun á yður. Því ég veit, að þér getið það ekki.“ „Þetta er áskorun," sagði Jer- emy. En Lintí hristi höfuðið. „Alls ekki,“ sagði hún. „Mér er bara orðið ljóst, að ég hef ekki fengið færi á að sýna yður, hversu mjög þér eruð mér ógeð- felldur.“ Jeremy setti bílinn af stað með rykk, svo hann kipptist til, en hann afsakaði sig ekki. Hann ók þjösnalega, og það liðu fimm mínútur, áður en hann sagði: „Ég tek því samt sem áskor- un, því það er það.“ Og Lintí fann allt í einu að hún gat ekkert sagt, og svaraði með því að kinka kolli. Málið tók öllum til mikillar undrunar, alveg nýja stefnu. Það leit út fyrir, að Lintí hefði algerlega látið sér segjast. Hún sást allstaðar 1 fylgd með Jere- mey Beaumont, og af því varð ekki dregin nema ein ályktun: Jeremy hafði enn á ný sýnt, að kvenfólkið gat ekki staðizt hann. En þó urðu menn ennþá meira hissa, þegar það kom á daginn, að í þetta sinn var það ekki hann, sem sagði fyrir verkum, heldur hin rólynda Lintí. Þó gremjulegt væri, var ekki hægt að toga neitt út úr Lintí, og enginn þorði að spyrja Jere- my, því hann var þungur og myrkur á svip. Hann vissi nefni- lega það, sem hin vissu ekki, að Lintí hafði ekki sýnt þess nein merki, að honum hefði orð- ið hið minnsta ágengt. Hún samþykkti allar hans uppástungur. Hún dansaði við hann eins og hann lysti, og hún tók við blómunum frá honum og skreytti sig með þeim. Hún var, að því er séð varð, ekkert annað en alúðin sjálf gagnvart honum, en hún hefði allt eins vel getað verið afundin. Hann lagði meira að sér en hann hafði gert nokkru sinni fyrr, til að vinna hylli ungrar stúlku. SVO sagði hann dag einn við hana: „Þér munið, að ég sagði, að þetta væri áskorun, og að ég tæki henni?“ „Já,“ sagði Lintí og velti fyr- ir sér, hvað myndi koma næst. „Ég gefst upp. Þér hafið sann- JÚNÍ, 1952 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.