Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 7
legt og heimili okkar. Nei, það
var það ekki. — En segðu mér,
drengur, spurði gamli maðurinn
eftir andartaks þögn, hefur þú
nokkurntíma átt heima 1 sveit?
Nei.
Þá þekkir þu ekki landið þitt,
veslings drengur, og ég get
aldrei lýst því fyrir þér með
neinum orðum hvernig það er að
sjá og finna landið sitt, svo þú
getir skynjað þó ekki væri nema
lítinn hluta af þeirri dýrð, sem
í því er fólgin. Þar — í sveitinni
— er það háleitasta, sem ég veit;
þar er heilagleikinn, sem býr í
sjálfum þér — og öllu lífinu.
Þar er náttúran: fjöllin, sem um-
kringja dalinn þinn, hólarnir og
hæðirnar, mosavaxnar þúfurnar
og græn grösin, sem bylgjast
fyrir andvaranum, fuglarnir,
sem fljúga fyrir ofan þig og
syngja um sumardýrðina. Það
er þetta og ótalmargt fleira, sem
kemur þér til að þekkja sjálfan
þig og þakka það, að þú skulir
eiga þetta land einsog landið á
þig. Og minningin um þetta
vermir hjarta þitt ævinlega.
Jafnvel mitt gamla hjarta ham-
ast einsog hjarta ástfangins ung-
lings, þegar ég segi þér frá þess-
um mesta heilagleika hvers
lands og hverrar þjóðar.
— En drengur minn, ég fékk
dapurlegar fréttir í dag. Maður.
inn með ljáinn fór um hinn gras-
frjóa völl lífsins og hjó: ljár nam
við bein. ...
Pilturinn sat þögull undir tali
mannsins, en þegar hann tók sér
andartaks málhvíld, notaði pilt-
urinn tækifærið og sagði óþolin-
móðlega:
Jæja, Bráinn, áfram með sög-
una.
Með söguna, endurtók Bráinn.
Er þetta saga? Nei, lagsmaður,
reyndar er það ekki saga. Ég
geng aðeins um haga lífsins og
tíni upp lagðana. Það eru lagð-
ar, sem lífið hefur veitt mér af
gnægð sinni, — hefur skilið eft-
ir á víð og dreif svo maðurinn
geti gengið um hagann og hirt
þá, já, látið í poka og geymt til
kaupstaðarferðarinnar miklu,
sem fyrir öllum liggur að fara.
Rétt einsog fyrir löngu, þegar
ég fór um hagann og hélt í litla
telpuhönd og fann manndóminn
samlagast blóði mínu.
JÆJA; DRENGUR MINN,
nema það, að eitt sinn sátum við
á bæjargilsbakkanum og hlust.
uðum á hjal lækjarins. Á engj-
unum stóðu karlmennirnir að
slætti. í fjarlægðinni virtust
þessir menn, sem annars voru
svo tröllauknir vexti í okkar
augum0 vera einsog smávaxnir
dvergar. Það glampaði á ljáina,
JÚNÍ, 1952
5