Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 49
Til vítis með fyrstu ferð
Afar furðuleg smásaga
eftir JOHN COLLIER
LOUIS Thurslow hafði ákveð-
ið að svipta sig lífinu, en hann
áleit þó, að heppilegra væri að
gera það í ró og næði og flana
ekki að neinu. Hann leit í vesk-
ið: Þar voru nokkur þúsund
krónur. Gott, hugsaði hann, þá
ætla ég að flytja úr þessari lé-
legu íbúð og dvelja eina veru-
lega ánægjulega viku í Muttons-
gistihúsi. Ég ætla að njóta un-
aðsemda lífsins einu sinni enn,
áður en ég kveð allt saman.
Hann leigði sér heila íbúð í
gistihúsinu og lét sendisveininn
hafa nóg að gera við að hlaupa
smáerinda. Hann þurfti að fá
rósir, o.g franskar sígarettur, til
að minna sig á yndislegt gisti-
hús á Signubökkum. Og þú get-
ur verið viss um, að hann át og
drakk ekki nema það allra
bezta: eitt glas af þessu, annað
af hinu; það var svo margt, sem
hann þurfti að kveðja.
Síðasta kvöldið hringdi hann
til Seliu, hann langaði að heyra
rödd hennar einu sinni enn.
Hann þagði auðvitað, þó hann
langaði til að segja: Þú ættir
ekki að hrópa „halló“ í belg og
biðu, heldur kveðja mig. En það
hafði hún nú reyndar. gert fyrir
nokkru síðan, af því þessi bölv-
aði meðbiðill hafði komizt í spil-
ið.
Louis lagði frá sér símann og
opnaði skúffu, þar sem hann
hafði safnað allmiklum birgðum
af veronaltöflum.
Þetta er líklega heldur erfið-
ur skammtur að taka í einu,
hugsaði hann. Ég þóttist góður
að vera ekki eins og þessir of-
boðsfullu sjálfsmorðingjar, sem
brenna upp innyfli sín með ein-
hverjum hroðalegum vökva, sem
þeir gleypa í sig, en nú finnst
mér næstum ennþá ókurteis-
legra að enda þessa yndislegu
viku með tuttugu hörðum munn-
fyllum og tuttugu gúlsopum af
vatni, en svona er nú lífið. Ég
ætla að taka það rólega.
JÚNÍ, 1952
47