Heimilisritið - 01.11.1952, Side 26

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 26
markar þessa fólks, hvað heilsufarið snertir, er að finna í taugakerfinu og lungunum. ★ Fólk fætt 22. júní til 22. júlí. CANCER — merki krabbans. Krabb- anum ræður ti< ngliS, og í þessu merki ríkir móðurtilfinningin — jafnvel þótt um karlmenn sé að ræða. Fólk þetta cr sannsýnt og raungott, dálítið hégóma- gjarnt, og hjá því geta átt sér stað snögg skapbrigði. Það er rómantískt, dáir tónlist og er tdfinningasamt. Það er oft hneigt fyrir áfenga drykki. Konum, sem eru fæddar undir merki krabbans, er sérstaklega ant um heimili sín, þær ent oft afbragðs mæður og hjúkrunarkonur. Hvað heilsunni við kemur, hefur fólk þetta oft meltingartruflanir. Það er mjög sótthrætt og því er hætt við sjúkdóm- um. ★ Fólk fætt 23. júlí til 22. ágúst. LEO — merki Ijónsins. Merki ljóns- ins ræður sólin. Það er mikill munur á hinni æðri og hinni óæðri tegund ljóns- ins barna. Hin æðri tegund hefúr hlotið í vöggugjöf forustuhæfileika, hún er svipmikil og hreinskilin. Svo vel var mönnum í fornöld og á miðöldum kunnugt um þetta, að margar konunga- ættir ætluðu beinlínis á um tímann er börn þeiira skyldu fæðast, svo að þeim auðnaðist að líta fyrst dagsins Ijós und- jr merki ljónsins. Hin óæðri ljónategund er fremur leiðinleg. Fólk þeirrar teg- undar er harðúðugt, þykist alltaf hafa á réttu að standa, og röksemdir hafa engin áhrif á það né heilbrigð skynsemi. — Konurnar eru ágætar húsmæður og matreiðslukonur. Hugtakið vald er hin- um eiginlegu „ljónsbörnum" allt, en þau eru frekar löt og láta tíðum aðra annast störfin. Um heilsufar þessa fólks er það að segja, að það á vanda til hjartabilunar og veilur í smáæðunum þjá það oft. Það er ckki vel til erfiðra íþrótta fallið. ★ Fólk fætt 23. ágúst til 23. september. VIGRO — jómfrúarmerkið. Það er um þetta merki eins og tvíburana. að því ræður Merkúr, en á annan hátt. Börn jómfrúarinnar eru ekki grunnfær, þau eru hins vegar mjög djúphyggin og nákvæm. Þau eru afbragðs vísinda- menn, ridiöfundar og blaðamenn. Hina alþekktu „lærðu menn" með gleraugu og skalla er líka að finna í hópi þeirra. Þau eru góð og hjálpfús og iðin, og að jafnaði. cru þau mælsk og fyndin, en fyndni þeirra er þurr og kaldhæðin. Þeim er öll óregla mjög á móti skapi, og þau cru oft ströng í siðferðilegum efnum. — Konurnar láta sjaldan tilfinn- ingamar hlaupa með sig í gönur. Marg- ar eru þær fagrar — en fegurð þeirra er kuldaleg. Helztu líkamlegar veilur þessa fólks er að finna í þörmum og taugakerfi. ★ Fólk fætt 24. sept. til 23. okt. LIBRA — vogarmerkiÓ. Þessu merki ræður Venns, sem hefur verið tákn feg- urðar og yndisþokka um þúsundir ára. Ljót Venusböm — og þau eru til —liafa jafnvel til að bera yndisþokka svo að um munar. Þau eru lagin og alúðleg í framkomu. Vogin á að tákna jafnvægi. Þrátt fyrir það geta þau verið haldin deyfð og hringlandahætti. Mörg þeirra eru fyrirtaks sölumenn. Konur vogarinnar em allra kvenna fcgurstar. Þær geta meira að segja orðið 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.