Heimilisritið - 01.05.1955, Side 23

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 23
leigubíl alla: leið? Nú ertu bara dugleg. Bíddu nú bara hérna, og svo ökum við heim, þegar sýn- ingin er búin, og borðum sam- an.“ „En því ekki að borða í veit- ingahúsi?“ spurði Kit. „Ekki fyrr en þú stálpast meira, elskan. Auk þess ertu þreytt eftir ferðina.“ „Ekki vitund,“ sagði Kit óþol- inmóð. „Farðu nú ekki með mig eins og ég væri pelabarn. Mig langar til að fara út og sjá mig um og . . .“ „Eyrnahringana, Jukes. Seinna, góða mín. Mamma skal fara með þig út í hádegismat einhvern tíma . . .“ Og svo hvarf hún út um dyrnar, dragandi slóðann á eftir sér. Eftir henni gekk Juk- es með loðskikkju á handleggn- um. „Mamma skal fara með þig út í hádegismat einhvern tíma,“ hermdi Kit eftir móður sinni. „Mamma leikur Júlíu. Mamma er allt of gömul til að leika Júlíu. — Ó, hvað er ég að segja?“ Hún settist óþolinmóð. „Lesley getur leikið allt. En hún ætti bara ekki að leika hina nær- gætnu móður utan leiksviðsiirs." Hún stóð upp aftur og fór að athuga hvíta silkikjólinn, sem hafði verið kastað hirðuleysis- lega yfir stólbak. Glampi kom 1 skær, dökkbrún augun. Svo flýtti hún sér úr ullarkjólnum og fór í silkikjólinn. Hann féll um hana í fallegum fellingum og breiddist eins og silkiblæ- vængur út á gólfið. Hún kastaði ljósum lokkum sínum fram yfir axlirnar og setti perluhúfuna á sig. Júlía! Hún hélt áfram og skoðaði sig áköf í speglinum. Svo sveiflaði hún slóðanum upp og stökk upp á legubekkinn, til mikillar gremju fyrir Peking- hundinn, sem hrökklaðist niður á gólfið. Hún fór að leika Júlíu alger- lega fyrir sjálfa sig, og gleymdi sér við hlutverkið. Allt í einu heyrði hún karlmannsrödd, hálf- kæfða af hlátri, er tók af henni orðið og svaraði með hinum ó- dauðlegu orðum Romeós. Kit var nærri dottin af dívan- inum af undrun. Frammi við dyrnar stóð ungur maður í sam- kvæmisfötum. Hrífandi maður, langleitur og brúnn á hörund, dökk, dálítið skásett augu, og dökkan hárlokk niður á ennið. Augu Kits ljómuðu, hún rétti úr sér eins og hún ætlaði að kynna sig, eins- og hún hélt að Júlía myndi hafa gert, síðan hélt hún áfram: „En hver eruð þér, sem þreng- Jð yður þannig inn til mín í myrkri næturinnar?“ MAÍ, 1955 21

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.