Heimilisritið - 01.05.1955, Page 41

Heimilisritið - 01.05.1955, Page 41
kannaðist vel við, en sem í kvöld lagði ískalda hönd á hjarta henn ar. Einhver tók í útidyrnar. . . . Hún heyrði hljóðið aftur. Og svo var eins og ískaldur gustur færi um stofuna. Frú Harter gat ekki blekkt sjálfa sig lengur. Hún var hrædd. . . . Hún var meira en hrædd — hún var skelf- ingu lostin. . . . Og allt í einu datt henni í hug: Tuttugu og fimm ár er langur tími. Patrick er orðinn ókunn- ugur mér núna. . . . Lágvært fótatak fyrir utan dymar — hljóðlát, hikandi skref, og dyrnar opnuðust hægt. . . . Fi'ú Harter reis skjögrandi á fætur. Hún riðaði til þar sem hún stóð og einblíndi á dymar. Eitthvað féll úr hendi hennar og flögraði inn í arininn. Hún æpti lágt. í hálfrokknum dyrunum stóð gamalkunnur maður með kastaníubrúnt skegg, klæddur í gamaldags jakka frá Viktoríutímabilinu. Patrick var kominn að sækja hana! Hjarta hennar tók viðbragð — og stanzaði. Hún hneig niður á gólfið, andvana. Þar fann Elísabet hana klukkutíma síðar. Það var strax kallað á dr. Meynell, og Charles Ridgeway var sóttur frá spilun- um. En þeir fengu ekkert að gert. Enginn mannlegur máttur gat vakið frú Harter til lífsins. Það var ekki fyrr en tveim dögum síðar að Elísabetu flaug í hug bréfið sem húsmóðir henn- ar hafði látið hana fá. Dr. Meyn- ell las það með athygli og sýndi •það Charles Ridgeway. Merkilegt, sagði hann. Frænka yðar virðist hafa heyrt ofheyrn- ir og þótzt þekkja rödd manns- ins síns sáluga. Hún hefur æst sjálfa sig svo upp, að hún hefur beinlínis dáið af geðshræringu. — Sjálfsefjun? sagði Charles. — Eitthvað í þá áttina. Ég skal láta yður vita niðurstöðurn- ar af krufningunni eins fljótt og ég get. Þegar snögg dauðsföll ber að höndum er alltaf æskilegt að kryfja líkið, þótt ég í þessu tilfelli sé handviss um dánaror- sökina. Sama kvöldið, eftir að allir voru gengnir til náða, fjarlægði Charles raftaug, sem fest var aftan á útvarpsviðtækið og lá upp í herbergi hans sjálfs. Því- næst brenndi hann á arni sínum kastaníubrúnu skeggi og hengdi upp dökk föt, sem höfðu tilheyrt frænda hans, á sinn stað í skáp í búningsherberginu uppi á loft- inu. Hann gat ekki betur séð en hann væri nú úr allri hættu. Frænka hans hafði látizt af 39> MAÍ, 1955

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.