Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 64

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 64
muntu brátt komast yfir verstu erfiðleikana. En eitt verðurðu að hafa hugfast — ég vil helzt vera laus við að hlusta á gagn- rýni um stjórn mömmu á hús- verkunum hérna.“ Hún stóð frammi fyrir honum eins og telpa, sem hefur fengið ávítur, og hann varð að snúa sér undan til þess að hún sæi ekki brosið á vörum hans. Og skömmu síðar bauð hann góða nótt og gekk upp. 11. kapítuli Bruce dró ekki af sér við að setja sig inn í allt, sem varðaði búreksturinn, og McLean ráðs- maður aðstoðaði hann. Linda flutti sig með ritvélina inn í skrifstofu föður hennar, og þar vann hún með Bruce og ráðs- manninum á hverjum degi. Henni varð það brátt ljóst, að hún hafði fengið vinnuveitanda, sem krafðist ákvæmni og reglu- semi, og iðulega vann hún langt fram yfir venjulegan skrifstofu- tíma. Til þess var ætlazt, að hún annaðist einnig um hið mikla bókasafn hússins, en fyrstu mán- uðina gafst enginn tími til þess. Þegar vora tæki, myndi hægj- ast um hjá henni, því þá þyrfti McLean að sinna meira útivinn- unni og Bruce hefði náð betri tökum á búrekstrinum, svo að' hann gæti sjálfur gert það, sem gera þurfti í skrifstofunni. Því lengur sem leið, því bet- ur kunni Bruce við sig í skrif- stofunni þegar ráðsmaðurinn var úti. Þá gat hann setið og horft á Lindu löngum stundum, og fann alltaf eitthvað nýtt og laðandi í fari hennar og útliti, er hann virti hana fyrir sér í laumi.. Dag nokkurn, þegar liðið var á vetur, gekk hann allt í einu að glugganum og settist á breiðan karminn. „Ertu vön hestamanneskja, Linda?“ spurði hann og horfði út yfir lynggróna ásana. „Já, auðvitað,“ svaraði hún. „Ég vona að þú komir með mér í nokkra útreiðartúra, þeg- ar hlýna tekur í veðri. Ég verð að kynnast umhverfinu, og það er varla völ á betri leiðsögu- manni en þér.“ Linda roðnaði af gleði. „Það verður áreiðanlega á- nægjulegt,“ sagði hún. Hann sneri sér að henni, og hún leit undrandi á hann. Hvers vegna horfði hann svona undar- lega á hana? Hann dró djúpt andann og gekk nokkrum sinnum um gólf, og þegar hann leit á hana á ný, voru augu hans eins og þau áttu að sér að vera. 62 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.