Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 64

Heimilisritið - 01.05.1955, Síða 64
muntu brátt komast yfir verstu erfiðleikana. En eitt verðurðu að hafa hugfast — ég vil helzt vera laus við að hlusta á gagn- rýni um stjórn mömmu á hús- verkunum hérna.“ Hún stóð frammi fyrir honum eins og telpa, sem hefur fengið ávítur, og hann varð að snúa sér undan til þess að hún sæi ekki brosið á vörum hans. Og skömmu síðar bauð hann góða nótt og gekk upp. 11. kapítuli Bruce dró ekki af sér við að setja sig inn í allt, sem varðaði búreksturinn, og McLean ráðs- maður aðstoðaði hann. Linda flutti sig með ritvélina inn í skrifstofu föður hennar, og þar vann hún með Bruce og ráðs- manninum á hverjum degi. Henni varð það brátt ljóst, að hún hafði fengið vinnuveitanda, sem krafðist ákvæmni og reglu- semi, og iðulega vann hún langt fram yfir venjulegan skrifstofu- tíma. Til þess var ætlazt, að hún annaðist einnig um hið mikla bókasafn hússins, en fyrstu mán- uðina gafst enginn tími til þess. Þegar vora tæki, myndi hægj- ast um hjá henni, því þá þyrfti McLean að sinna meira útivinn- unni og Bruce hefði náð betri tökum á búrekstrinum, svo að' hann gæti sjálfur gert það, sem gera þurfti í skrifstofunni. Því lengur sem leið, því bet- ur kunni Bruce við sig í skrif- stofunni þegar ráðsmaðurinn var úti. Þá gat hann setið og horft á Lindu löngum stundum, og fann alltaf eitthvað nýtt og laðandi í fari hennar og útliti, er hann virti hana fyrir sér í laumi.. Dag nokkurn, þegar liðið var á vetur, gekk hann allt í einu að glugganum og settist á breiðan karminn. „Ertu vön hestamanneskja, Linda?“ spurði hann og horfði út yfir lynggróna ásana. „Já, auðvitað,“ svaraði hún. „Ég vona að þú komir með mér í nokkra útreiðartúra, þeg- ar hlýna tekur í veðri. Ég verð að kynnast umhverfinu, og það er varla völ á betri leiðsögu- manni en þér.“ Linda roðnaði af gleði. „Það verður áreiðanlega á- nægjulegt,“ sagði hún. Hann sneri sér að henni, og hún leit undrandi á hann. Hvers vegna horfði hann svona undar- lega á hana? Hann dró djúpt andann og gekk nokkrum sinnum um gólf, og þegar hann leit á hana á ný, voru augu hans eins og þau áttu að sér að vera. 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.