Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 7
Hann opnaði e\\i augun fyrr en
laginu var lokið. Hann hafði tulk'
að tilfinningar sínar í tónlistinni,
en hann Var ekki viss um. hvort hún hafði orðið þess vör.
ur, glaðlegur, já, næstum elsku-
legur á svipinn — en því miður
hafði hann þann óvana að and-
varpa í tíma og ótíma, og þess
vegna virtist hann á stundum
dálítið viðutan. Hann flutti
jakkann yfir á hægri handlegg,
og húðstungan hvarf alveg undir
honum.
Það var í rauninni leiðinlegt.
Húðstungan var mynd af ljós-
hærðri stúlku í talsvert áberandi
rauðri baðskýlu. Það sást að vísu
móta fyrir andliti, en vegna þess
að húðstungan sýndi stúlkuna
alla voru andlitsdrættirnir dálít-
ið ógreinilegir. Hins vegar hafði
listamaðurinn lagt sig allan
fram við að gefa öðrum lík-
amshlutum hennar líf og fyll-
ingu. Stúlkan var mjög vel á sig
komin, bæði að einstökum hlut-
um og sem heild. Húðstungan
var gerð til sjós, án fyrirmynd-
ar, en listamanninum hafði
greinilega tekizt að gæða verk
sitt þeim eiginleikum, sem bar
hæst í draumum og þrám skip-
verjanna á „U.S.S. Hammand".
Slík gyðja átti sér enga hlið-
stæðu — hvorki til lands eða
sjós.-
— Þér virðist standa á sama,
sagði Lísa — en ég get fullvissað
þig um að ég hef megnustu óbeit
á henni. Mér er alveg óskiljan-
OKTÓBER, 1955
5