Heimilisritið - 01.10.1955, Page 13

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 13
Tónninn var eins silfurskær og nýsleginn dollar. Clambake kinkaði kolli. — Hann hefur ótvíræða hæfileika, sagði hann. Það lá við að Jack þyldi ekki allt þetta hrós. — Ég hef aldrei lifað annað eins kvöld, sagði Jack dreym- andi. Ég lék mig beint upp í himininn. Hann fylgdi Millie heim, en þau höfðu einhvern veginn álp- azt út á granda við höfnina í leiðinni. Silfurhvítt tunglskin varpaði bjarma á bátana. Jack greip hönd hennar og sagði: — Millie! — Þú verður að muna eftir unnustu þinni, sagði hún hljóð- lega. — Áttu við Lísu, sagði Jack og sleppti hönd hennar. — Henni myndi ekki geðjast að framkomu þinni núna, held- urðu það? — Áreiðanlega ekki, andvarp- aði Jack, — en það skiptir í rauninni engu máli. — Jæja, þið eruð bara trúlof- uð? sagði Millie kuldalega. — — Millie, heldurðu að ég gæti komið mér áfram með trompet- inu? — Ástandið er að verða svo- leiðis, að það þarf ekki nema einn góðan mann til að leika á hvert einstakt hljóðfæri, og svo segulbandstæki, sagði hún dap- urlega. — En það hefur enginn skilyrði til að lifa á hljóðfæra- leik, ef þú hefur það ekki. — Það var einmitt það, sem mig langaði að vita, sagði hann og greip hönd hennar aftur. — Millie---------! Hún virti hann rólega fyrib sér. — Segðu mér eitt. Hafðirðu hugsað þér að giftast þessari stúlku aðeins vegna pening- anna? — Ég held að það sé varla hægt að segja að það hafi verið eina ástæðan. — Það er heldur sóðalegur hugsunarháttur, Jack. — Ég skal skýra þetta fyrir þér seinna, sagði Jack þungbú- inn. En nú langar mig mest til að kyssa þig. — Gerðu svo vel. Ég hefði satt að segja orðið fyrir von- brigðum, ef þig hefði ekki lang- að til þess. Jack faðmaði hana að sér og kyssti hana. Á eftir var honum ljóst að stúlkan á húð- stungunni var ekki einungis draumsýn. Þvert á móti jafnað- ist hún varla á við Millie. Hún andvarpaði af sælu og og sagði: — Ég hef aldrei áður kysst trompetleikara, og ég hef oft hugsað um hvernig það myndi vera. OKTÓBER, 1955 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.