Heimilisritið - 01.10.1955, Side 19

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 19
fjáður að hann kom hér eitt kvöldið með minkapels á hand- leggnum og giftingarhring í skríni. Clambake hló lágt. — Hún fleygði í hann bariton saxa- fóni. Jack kingdi munnvatninu. — En hvers vegna var hún þá að leita sér upplýsinga um mig? — Þegar fólk kemst í eins ná- inn kunningsskap og þið tvö á einu kvöldi, þá er skiljanlegt að ung og saklaus stúlka vilji leita sér upplýsinga um það, hvort maðurinn, sem hún elskar, er heiðarlegur eða ekki. Bezta ráð- ið er að spyrja þá, sem eru í þjónustu hans. Jack þagði. Svo sagði hann hógværlega: — Skyldi ég ekki vera mesta erki fífl í heimi, Clambake? Klarinettleikarinn kinkaði kolli hugsandi. — Ekki fjarri sanni, sagði hann. — Millie er indæl stúfka. — Það er hún, sagði Jack dreymandi. Skömmu síðar spurði hann: — Clambake, get- ið þér lánað mér trompet? — Já, en hvers vegna spyrjið þér? — Mig langar til að leika með yður eitt lag að skilnaði. — Ég held Millie falli það ekki í geð. — Hún skal verða að hlusta! Clambake seildist eftir trom- petinu og rétti Jack það. Hann stemmdi það eftir hinum hljóð- færunum og sló með fætinum hægan taktinn að laginu ,,Ég gefst upp, ástin mín“. Jack þorði ekki að hætta sér lengra út á hinn hála ís ljóðrænunnar og hann var hræddur um að sér myndi mistakast. Hann opnaði ekki augun fyrr en laginu var lokið. Hann hafði túlkað tilfinningar sínar í tón- listinni, en hann var ekki viss um hvort hún hefði orðið þess vör. Þegar hann leit upp stóð hún við hlið hans, fögur og un- aðsleg í flegnum, fótsíðum kjól. — Nú, sagði hún. — Fékkstu skilaboðin mín? spurði Jack blíðlega. — Hvaða skilaboð? Hvað heldurðu þú sért með 1 hönd- unum — stuttbylgjustöð? Ég heyrði ekki betur en þú lékir falskt í lokin, en að öðru leyti tókst þér vel. — Ó, sagði Jack og andvarp- aði. — Hættu þessum andvörpum! Komstu hingað til að biðja mig afsökunar? — Já, af öllu hjarta! — Það er gott. Ég hafði kann- ske heldur engan rétt til að spyrjast fyrir um þig. En sumir af fyrrverandi kunningjum mín- OKTÓBER, 1955 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.