Heimilisritið - 01.10.1955, Page 21

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 21
Öld kvenfólksins Á átjándu öldinni réði konan lögum og lofum í leikliús- unum, samkvæmissölunum og konungsliöllunum. — Dansinn dunaði og vínið ólgaði í gleðiríkum spegla- sölum, og andrík glæsimenni hvísluðu ástarorðum að skartkiæddum hefðardömum. ÖLD VOLTAIRES, 18. öldin, var líka öld kvennanna. Á dög- um Lúðvíks fjórtánda hafði allt snúizt um hina bláu og rauðu skrautsali í Versölum. Hins veg- ar varð París aðalborg á árum Lúðvíks fimmtánda. Sú kynslóð, sem þá réði ríkjum, var orðin leið á stirðbusalegri viðhöfn og kom sér fyrir í litlum sölum, máluðum í daufum litum með mikilli smekkvísi. Menn höfðu að vísu auga fyrir því, sem virðulegt gat talizt, en tóku þó skemmtunina fram yfir allt ann- að. Þetta var öld samkvæmislífs- ins, þegar maður gat komizt til metorða með því einu, að segja nokkra brandara, vera andríkur og laginn að smeygja sér áfram. Takmarkið var ekki lengur að vera heiðarlegur maður, heldur fyrst og fremst glæsimenni. Og þar sem svo stóð á, átti konan úrskurðarvaldið. Hún réð líka lögum og lofum í leikjhúsinu, í samkvæmissölun- um og við hirðina. Kommgar og biskupar, listamenn og heim- spekingar lágu fyrir fótum hennar, það kom jafnvel fyrir, að herforingjar fengu sendar hernaðaráætlanir, þar sem stöðv- ar herjanna voru sýndar með fegurðarblettum. Allt frá bernsku var kona Ro- koko-aldarinnar búin undir hlut- verk sitt. Danskennarinn var helzti uppalandinn. — Meybörn þeirra tíma lærðu hversu bera skyldi til fætuma í fíngerðum menúett-danssporum, hversu styðja átti blævænginn að kinn og höku, hvernig augnatillit átti að fylgja jáinu og hvaða bros neiinu. Limgerðin í skrúðgörð- unum eru klippt og skorin og OKTÓBER, 1955 19

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.