Heimilisritið - 01.10.1955, Side 24

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 24
en eftir fimmtíu ár. Adrienne var þá fyrir löngu dáin, og greif- inn fann það meðal gulnaðra blaða. Hann var orðinn nærri sjónlaus, svo að aðrir urðu að lesa það fyrir hann. Höfug tár hrundu niður á hendur öldungs- ins, þegar hann minntist fomrar ástar sinnar. Víst er það átakanlegt að sjá það, að Adrienne Lecouvrer er elskuð, án þess að hún elski á móti, en átakanlegra er þó að sjá hana sjálfa gripna af mestu ást lífs síns, án þess að hún sé elskuð á móti. Mjög umræddur maður kom eitt sinn 1 heimsókn til hennar. Það var Moritz greifi af Sax- landi, sonur Ágústs sterka og Áróru Köningsmarck. Hann var karlmannlegur og kraftalega vaxinn; hneigður fyrir spil, drykkju og hvers konar ævin- týri; grófgerður í framkomu og klæðaburði. Hann sá Adrienne Lecouvreur leika og langaði þeg- ar í nýtt ævintýri. Hún gaf sig alla á vald hans með lífi og sál við fyrstu sýn. Já, hann kom, sá og sigraði þessa eftirsóttu gyðju. Samband þeirra stóð um tíu ára skeið og leikkonan var víst jafnan sá aðilinn, sem mestu fórnaði. Hún var svo hrifin af honum, að hún vann á móti sín- um eigin hagsmuum, þegar horf- ur voru á, að Moritz yrði her- togi af Kúrlandi. Hann vantaði peninga og sneri sér til Adri- enne, sem veðsetti gimsteinana sína og sendi honum allt, sem hún átti af lausafé. Og hverjar voru svo þakkirn- ar, sem hún fékk? Moritz greifi vék henni til hliðar, eftir að hon- um hafði mistekizt að krækja í hertogatignina. Hann tók aðrar fram yfir hana, eins og hann hafði brallað áður. Hann gerði meira að segja ekkert, þegar keppinautur hennar, hertogafrú- in af Boullion, reyndi að ráða leikkonuna af dögum. Vér vitum ekki með vissu hvað gerzt hef- ur. En það er þó víst, að ábóti nokkur, kroppinbakur að vexti, hélt því fram, að hertogafrúin hafi reynt að ginna hann til að byrla Adrienne eitur, og hann lagði fram nokkrar eiturpillur. Lögreglan handtók þó ekki frúna, heldur lét þetta bitna á ábótaræflinum.. Hann varð að éta þessa ásökun ofan í sig og taka út refsingu. En nokkrum mánuðum síðar dó Adrienne Lecouvreur úr snöggum kviðarholssjúkdómi. Á dauðastundinni leit hún á brjóst- mynd af marskálkinum af Sax- landi, sem stóð í svefnherbergi hennar, og hvíslaði þessa ljóð- línu: 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.