Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 28
Hún brunar eftir strætinu og beygir djarft hjá horni,
bifreiðin RE 12008,
hún þeytist út úr borginni á þessum fagra morgni,
hún þeysir út í víðáttur hinna björtu nátta.
í framsæti er stúlka. Hún brosir á báðar handur
og bandar til mín hanzka — eins og í kveðju skyni.
Hún fær í dag að líta sínu frjóu heimalendur
og finnst hún eiga á hverju götuhorni tryggðavini.
Ég fer og nærri um það, hvert förinni er heitið.
Fagurt er á leiðinni vestur yfir heiði.
Blágresið titrar í brekkunni við leitið.
Við bakka tærra hylja kvika örsmá, fjörug seyði.
Bifreiðin hún hverfur leifturhratt hjá næsta horni,
en hugur minn er jafnvel ennþá skjótari í förum,
í sál mér vaknar óðara sveitamaðurinn forni,
er svala hreina morgunloftsins teygar þyrstum vörum.
Mér finnst ég vera eftir á eyðimörku skilinn
á endalausum gangstéttum í hvirflandi ryki.
Minn hugur þráir fjöllin og graslendið og gilin
og gamla fjörðinn vestra í aftansólarbliki.
Hann þýtur öruggt vestur í víðáttunnar lendur,
vagninn góði, RE 12008,
og hugur minn er farþegi, hann brosir á báðar hendur,
hann brunar inn í Paradís hinna björtu nátta.
rrL~ '
bt ;
HEIMILISRITIÐ