Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 32

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 32
Danslagafextar HIÐ UNDURSAMLEGA ÆVINTÝR (Lag: To-morrow. — Texti: L. GuS- mundsson. —StmgiS afHauk Mortbens, á His Masters Voice flötn JOR214) Allt mun ganga greitt, — á morgun gleðihnoss þér veitt, — á morgun. Lát því aldrei hryggðarhag hugann buga um sólarlag, Lífið hefur breytt um brag, — á morgun. Sólin gyllir sund, — á morgun, söngvar ylja lund — á morgun. Ekkert varir ár og síð, já, ekki heldur sorg og stríð, þín mun bíða betri tíð, — á morgun. Svo reifast rökkurhjúpi, þá rós hver og ský. Af dökkvans þögla djúpi rís dagur á ný . . . Þér leikur allt í lyndi, — á morgun, þín bíður ást og yndi, á morgun. Aldrei stund nein aftur snýr, en yfir vonatöfrum býr hið undursamlega ævintýr . .. á morgun. AÐEINS ÞETTA KVÖLD (Lag: Gigolette. — Texti: L. GuSmunds- son. — SungiS af Steinunni Bjarnadótt- ur, á His Master's Voice flötu JOR2i3) Þín er ég þetta kvöld þú ert minn, skamma stund meðan hljómfallið seiðir, lokkar og leiðir léttan í dans. Aðeins það eina kvöld, aðeins þá fleygu stund, meðan strengimir hljóma, bliknaðra blóma bindum við krans. Er ég hvíli við barm þér, heyri hjarta þitt slá, tengjast andrá og eilífð sárri saknaðarþrá. Þín er ég þetta kvöld, þú ert minn, fleyga stund, þá stund, sem er Iífið, er saman við svífum okkar síðasta dans. 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.