Heimilisritið - 01.10.1955, Page 33

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 33
ÞÚ HVARFST Á BROTT . . . (Lag: Some of tbese days ... — Texti: L. Guðmundsson. — Snngið af Stein- unni Bjarnadóttnr, á His Master’s Voice flötu JOR223) Þú hvarfst á brott, 02; húmið breiðir harmsára þögn á mínar leiðir. Eg geng í draumi í dagsins glaumi. Þá hvarf mér allt, er þú hvarfst á brott. Hver unaðsstund okkar ástafunda, varð minning helg, er þú hvarfst á brott. Þinn dökki hvarmur, þinn heiti, mjúki barmur, varð hugsýn, er hjartað þráir, er hvarfstu á brott. HÆ MAMBÓ (Lag: Mambó Italianó. — Texti: L. GuSmttndsson. — Sungið af Hauk Morthens, á His Master's Voice flÖtU ]OR22/f) Sem unglamb heim ég aftur sný úr orlofsferð til Napolí, fríðari hvergi karl lcit kvennafans, þútt kynni ég hvorki þeirra dans né sönginn: hæ mambó, mambó Italianó, hæ mambó, mambó ítalianó Sí, sí, sí, sí, þú ert Sikileyingur? Gettu betur góða, gamall bóndi úr Þingó. Hæ mambó. Þar er nú líf í landi. Hæ mambó. Og skáldin óteljandi. Hæ mambó. Yrkja ótal vísó, ást og lof og prísó, til okkar daladísó svo ástar heitó er ekki nema í Mývatnssveitó. Og heyrðu, mig vantar kaupakonó, kannske hef ég vonó? Ef þú heldur heim með mér, heila drápu kveð ég þér . . . Hæ mambó, mambó ítalianó, hæ mambó, Mambó ítalianó. Hó, hó, hó, . . . í haust er hættir sláttó dátt og kátt í réttó, dans við stígum, sæl og þéttó . . . Mambó ítalianó. KAUPAKONAN HANS GÍSLA í GRÖF (Lag: The Naughty Lady of Shady Lane. — Texti: L. Guðmundsson. — SungiS af Hauk Morthens, á His Masters Voice flötu JOR225) Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf er glettin og hýr á brá. Hver bóndason þar á bæjunum er brennandi af ástarþrá. Öll sveitin í háspennu hlerar ef hringt er að Gröf síðla dags, og Jói cða Jón heyrist hvískra ,,kem í jeppanum eftir þér strax“. Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf, hún gerir þá alvcg frá, já, kaupakonan hans Gísla í Gröf, þeir sofa ekki svei mér þá. Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf er gletrin og hýr á brá. Hver bóndason þar á bæjunum er brennandi af ástarþrá. Hann Siggi á Farmalnum syngur um svásana háfleygan brag. Og Geir, sem er roskinn og reyndur, kvað nú raka sig tvisvar á dag. Já, kaupakonan hans Gísla í gröf, hún gerir þá alveg frá, já, kaupakonan hans Gísla í gröf, þeir sofa ekki svei mér þá. OKTÓBER, 1955 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.