Heimilisritið - 01.10.1955, Page 34

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 34
Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf reynist hvikult hnoss. Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf, sum ævintýri enda úti í mýri, jafnvel lítill jeppakoss. ÉG ER FARMAÐUR, FÆDDUR Á LANDI (Lag: Árni ísleifs. — Texti: A. A8al- steinsson. — Sungið af Hauk Morthens, á His Masters Voice plötu JOR225) Ég er farmaður, fæddur á landi, ekki forlögin hafa því breytt. Þar, sem brimaldan sogast að sandi, hef ég sælustu stundunum eytt. En nú á ég kærustu á Kúpa og kannske svo aðra í Höfn, en því meir, sem ferðunum fjölgar, ég forðast að muna þau nöfn, því konan mín heima og krakkarnir átta þau kunna að rífast og þrátta. Því konan mín heima og krakkarnir átta þau kunna að rífast og þrátta. ENNÞÁ MAN ÉG HVAR (Lag: Jeg har elskct dig . . . Sungið af Hallbjörgu Bjarnadóttur, á His Master's Voice flötu JOR221 — Texti: N. N.) Ennþá man ég, hvar við mættumst fyrsta sinn, minningin um það vermir ennþá huga minn. Það var kvöld í maí og kyrrð í bæ, er við gengum saman út með sæ. Meðan kvöldroðinn kyssti haf og land, kysstu litlu öldurnar bláan fjörusand. Litla lækinn við um lágnættið okkar fyrsta kossinn kysstumst við. Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum og enga litið fegurri en þig. Ég minnist þcss, hve ótal, ótal sinnum þín augu litu töfrandi á mig. Er stjörnur blika í bláum himingeimi, á bláma þinna augna minna þær. Sú kona til er ekki í öllum heimi, sem orðið gæti mér jafn ljúf og kær. Ég hef elskað þig frá okkar fyrstu kynnum cr cnöa litið fcgurn en þig. Ég minnist þcss, hvc ótal, ótal sinnum þín augu litu töfrandi á mig. PEDRO ROMERO (Texti: L. Guðmundsson. — Sungið af Hallbjörgu Bjarnadóttur, á His Masters Voice plötu JOR 221) Sönglist er sálubót flestum, sönglist er hættuleg þó. Illa fór aumingja Pedro, — af ást hann og sönglist fékk nóg. Pedro Romero, sá röski Torero, var örvita af ást cins og kjáni. Hvert síðkvöld í æði, — hann söng henni kvæði, —- það metur hver mey þarna á Spáni. Eitt kvöld er Romero með rauðan sombrero, hóf sönginn í svifléttum draumi, kom pabbinn í spretti með spöndu, og skvetti á söngvarann svellköldum flaumi. Öh........sá var reiður, Oh........hinn varð leiður. Pedro Romero, sá röski Torero, tók orlof frá ástum og glaumi, en, — fráleitt með vilja, er fljódegt að skilja, — hann fékk bara kvef . . . hana nú, ATHJÚ! 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.