Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 36

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 36
maður með þykk gleraugu. — Sástu hvað Louise var niður- dregin þegar hún sá hvað Sylvía var kölluð oft fram? Sylvía varð að lokum að draga hana með sér fram á sviðið svo hún gæti notið einhvers af fagnaðarlátun- um! Unga, ljóshærða stúlkan, sem hann ávarpaði, hló þessum há- væra, illkvittnislega hlátri, sem margsinnis hefur fælt mig frá að gifta mig. — Auðvitað tók ég eftir því. Það var auðséð á Louise að henni var ljóst að hún er búin að vera. Henni getur varla kom- ið það á óvart, því ég var búin að aðvara hana. „Ef þú vilt Uyggja Þér sigurinn, máttu aldrei samþykkja að Sylvía fái eins gott hlutverk og þú,“ sagði ég við hana áður en æfingamar hófust. „Ef tvær stjörnur koma fram á sama leiksviði hlýtur önnur þeirra að bíða ósigur . . . og þú ert ekki ung lengur, Louise,“ sagði ég. Hún þagnaði þegar hún mætti augnaráði mínu. — Gott kvöld, Ada, sagði ég. — Gott kvöld Harry. Hvað segirðu nú? Þú ert auðvitað him- inlifandi. Nú hefur þér tekizt það, sem þú ætlaðir þér. Þínar glæstustu vonir hljóta að hafa rætzt í kvöld. Ég heyrði samtal blaðamannanna niðri við barinn. Það er ekki vafi á að þeir hrósa henni upp til skýjanna. Þér er óhætt að fara að undirbúa sigur- veizluna. Ég kveikti mér í vindlingi. Ég sá hálfopnar dyr neðar á ganginum, en þær lokuðust hægt um leið og ég leit á þær. Það var Loise, sem hafði staðið á hleri. . . . Þegar aðdáendurnir voru farn- ir gekk ég sjálfur inn í búnings- herbergið til Sylvíu. Hún sat við snyrtiborðið og var að lag- færa hár sitt. Hún lét armana síga og virti mig fyrir sér í speglinum. — Og hvað segirðu nú? spurði hún. — Að þessu sinni er ég ekki í vafa, svaraði ég. — Þú varst prýðileg, þú áttir leikinn. — Átti ég leikinn? Sylvía varð ólundarleg og sneri sér að mér. — Louise var ekkert á móts við þig. Hún hvarf í skuggann, sagði ég. Ég býst við að það sé þetta, sem þú varst að bíða eft- ir að ég segði. Sylvía lyfti greiðunni og renndi henni gegnum mjúkt, svart hárið. — Já, það var þetta, sem ég vildi heyra, sagði hún. Brún augu hennar ljómuðu 34 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.