Heimilisritið - 01.10.1955, Side 41

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 41
hefur hlotið að halda að ég væri með lausa skrúfu. Ég ók í leigubíl til Sylvíu. Þjónustustúlka hennar vísaði mér inn í svefnherbergið, þar sem Sylvía sat í rúminu og drakk sterkt kaffi. Hún hríð- skalf af eftirvæntingu þegar ég dró blöðin upp úr töskunni. — Lof mér sjá . .. lof mér sjá! Hún reyndi að hrifsa frá mér blöðin, en ég færði mig fjær henni svo hún náði ekki til mín, og svo tók ég efsta blaðið og byrjaði að lesa. — Þeir hafa allir sett stórar fyrirsagnir á frásagnir sínar frá leikhúsinu okkar, sagði ég. — En ég er ekki viss um að þú verðir ánægð með það, sem stendur undir fyrirsögnunum. Hlustaðu nú á: „Óhugnanleg árás á fræga leikkonu... Aðalstjama Grand- leikhússins finnst bundin og kefluð í þvottakörfu!“ Og svo segir: „í nótt klukkan tvö þegar næturvörður átti leið um ganga Grand-leikhússins heyrði hann hálfkæfða kveinstafi frá einu búningsherbergjanna. Hann sprengdi upp dyrnar og það kom í ljós, að kveinstafirnir komu frá stórri þvottakörfu með loki, sem var rammlæst. . . . Hann sprengdi upp lokið og fann í körfunni stjörnu leikhússins, Louise Le Koy, sem einmitt t--------------------------------- Úr einu í annað Segðu mér hvern þú umgengst, þá skal ég segja þér hver þú ert. # Vertu hvorki liunang, sem sleikt er upp, né eitur, sem skyrpt er út úr sér. # Kínverjar byrjuðu að spila á spil 1120 árum fyrir fæðingu Krists. Hinir fjóru litir spilanna voru látnir tákna ársfjórðungana, spilin voru látin vera jafnmörg vikunum í árinu (52). L_______________________________l þetta sama kvöld hafði borið frumsýninguna fram til sigurs. Louise Le Roy var næstum alls- nakin. Hún var bundin með reipi svo hún gat sig hvergi hrært, og 1 munn hennar var troðið vasaklút svo hún gæti ekki kallað á hjálp. . . . Þegar fjötrarnir höfðu verið leystir af henni skýrði hún svo frá, að tveir menn, sem hún minntist ekki að hafa séð fyrr, hefðu ruðst inn í búningsklefa hennar og keflað hana og bundið. Hin vinsæla leikkona tók þessum at- burði með dæmafárri ró, en mun þó hafa fengið taugaáfall....... „Ég dreg mig í hlé frá leiksvið- inu um stundarsakir,“ sagði hún. „Ég ætla að taka mér langt og: OKTÓBER, 1955 39'

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.