Heimilisritið - 01.10.1955, Side 46

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 46
ráðandi. Samanburður á tvenns konar fólki, ef líkamsþroski væri metinn eftir hæðarmælingum, gæti leitt til mjög villandi nið- urstöðu, nema við þekkjum með- alhæð manna af þessu kyni. Miðjarðarhafsfólk, þó lágvaxið væri, gæti verið betur alið en hávaxnara norrænt fólk, sem næði þó ekki sínu meðallagi. Heilsufar kemur líka til greina á annan hátt, því sum kyn og manngerðir virðast sérlega næm fyrir vissum sjúkdómstegundum, svo sem tæringu og ef til vill krabbameini. Við getum nú snúið okkur að flokkun manntegundanna í kyn, eins og þær eru í dag. Yfirlit um flokkun, sem aðallega er byggt á litarhætti, og er í stórum drátt- um í samræmi við útbreiðslu manna á stóru meginlöndunum, má taka til athugunar fyrst. Eft- ir þessu yfirliti skiptist mann- kynið í þrjár eða fjórar deildir, sem hver byggir eitt af stóru meginlöndum jarðarinnar — svarti flokkurinn í Afríku, guli flokkurinn í Mið- og Austur- Asíu (með hliðargreinum í Indí- ánum Ameríku og íbúum Suð- austur-Asíu og Kyrrahafsins, en þeir eru stundum taldir sér í flokki, brúna flokknum) og hvíti flokkurinn í Evrópu eða réttara sagt á Evrópu-Asíusvæð- Ceylon-kona Flestir íbúar Cylons eru hinir svo- nefndu Sinhalesear, em eru upprunn- ir frá Gangesdalnum inu, sem nær yfir á Indland og vesturhluta Mið-Asíu. Frum- byggjar Ástralíu eru stundum taldir sérstakur flokkur, en virð- ast þrátt fyrir dökka húð, vera gömul grein af frumgerð „hvíta“ stofnsins, eins og „loðni Ainu- inn“, hinn frumstæði, loðni íbúi nyrztu Japanseyjunnar og Sak- halin. Eitt einkenni aðeins er ekki nægilegt til vísindalegrar flokkunar, enda þótt fyrrnefnd flokkun fái nokkurn veginn stað- izt, jafnvel þegar önnur ein- kenni eru tekin til greina við flokkunina. Ef gerð hársins og höfuðlagsins er bætt við litinn, 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.