Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 47

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 47
sjáum við að dökkur hörunds- litur Afríkunegra fer saman við ullarkennt eða hrokkið hár og langt höfuð, hjá Mongólum Mið- og Austur-Asíu er guli liturinn samfara grófu, sléttu hári og stuttu hnöttóttu höfði, en Evrópa fer að þessu leyti milliveg. Hvít- ir menn hafa gjarnan liðað hár, og líkjast að höfuðlagi ýmist langhöfðum Afríku, eða stutt- höfðum Asíu, en eru þó í hvor- ugu tilfellinu eins áberandi að þessu leyti. Þegar komið er þetta áleiðis, þó við aðeins fáumst við þrjú einkenni, byrja að koma fram veilur í upphaflega flokkunar- yfirlitinu, og endurflokkun verð- ur óhjákvæmileg. Ef amerísku Indíánarnir eru taldir með gula kyninu, eins og venjulega er gert, verða í þeim flokki bæði stutthöfðar og langhöfðar. Aug- ljóst er að nýr þáttur hefur kom- ið til og hin einfalda flokkun eftir lit verður sjálfri sér ósam- kvæm. Það eru svo mörg atriði, sem koma til greina og ekki verður öllum komið heim við flokkun, sem eingöngu byggist á litarhætti. Mjög svipuð vandkvæði koma til greina, þegar athugaðir eru íbúar Indlandseyja og Kyrra- hafsins, þar sem bæði stutt og löng höfuð koma fram ásamt bæði hrokknu og bylgjuðu hári. Þetta styður skoðun, sem sett hefur verið fram á öðrum for- seridum, þess efnis að á löngu liðnum tímum hafi Kyrrahafs- fólkið fengið blóðblöndun frá fólki náskyldu Evrópu-gerðinni. Þessi tilgáta er óháð hvítri blöndun seinni tíma. Það sést af flokkuninni hér að framan, að íbúar Evrópu standa mitt á milli tveggja ólíkra mann- gerða, gulra stutthöfða og svartra langhöfða. Þetta er ekki lítið athyglisvert. Sumir halda því fram að Evrópu-kynin séu í líkamlegu tilliti frumstæðust allra, séu minnst umbreytt frá hinum upprunalega stofni, en Mongólar og Afríkubúar séu aft- ur á móti orðnir til fyrir sér- hæfa þróun í tvær áttir. Japan og Kína Þessi sérhæfing hefur minnk- að hæfni svarta og gula kyn- stofnsins, og haft áhrif á fram- farabraut þeirra á ýmsum svið- um, sem standa opin Evrópu- mönnum, sem reyndust hæfari, en hafa ekki eins sérhæfða lík- amsbyggingu og taugakerfi. Þessi rök brjóta ekki í bága við þær menningarframfarir, sem nýlega hafa átt sér stað 1 Japan, og enn síður í Kína; því þær byggjast mjög á eftiröpun Ev- OKTÓBER, 1955 45

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.