Heimilisritið - 01.10.1955, Page 49

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 49
Evrópu, ásamt sumum en ekki öllum íbúum Þýzkalands, nor- rænir; íbúar Mið-Evrópu frá Mið-Frakklandi til Austur-Ev- rópu að meðtöldum Balkanbú- um, eru af Alpakyni. Það er stór þáttur Alpakyns i Þýzkalandi, og Slavar eru að langmestu leyti staðbundið afbrigði Alpakyns- ins. íbúar Suður-Evrópu eru að yf- irgnæfandi meirihluta Miðjarð- arhafskyn, þó allmikið blandað, einkum í Portúgal, blandað negrablóði, og í Grikklandi vegna ágangs Slava, Tyrkja og Anatolímanna, jafnframt nor- rænum mönnum í fornöld. Rússar eru að mestu slavnesk- ir, en hafa fengið töluverða inn- gjöf af blóði Asíumanna og Mon- góla (Tartara). Þó útbreiðsla kynflokka í Afríku sé allóljós, er hægt að ákveða hana að vissu marki. Norðan til er, eins og áður getur, Miðjarðarhafs- kyn, blandað því sérhæfða Asíu- afbrigði þess kyns, sem kallað er Semítar, vegna innrása Araba, og blóðblöndun við negrana fyr- ir sunnan. í „svörtu“ Afríku, sem tekur við af Sahara, og nær yfir allt landið fyrir sunnan, er ef til vill bezt að lýsa útbreiðslu fólksins í sambandi við þjóðflutninga. Elztir og rótgrónastir af núver- andi íbúum eru Búskmenn, Suð- ur-Afríku frumbyggjarnir, sem nú eru næstum aldauða, auð- þekktir af smáum vexti, þétt hringuðu hári .og fitusöfnun á sitjandanum, einkum áberandi einkenni á kvenfólki og talið til fegurðarauka. Sumir telja Búsk- menn afkomendur, eða grein af frumsteinaldarfólki, sem hella- teikningarnar stafa frá, er fund- izt hafa á Spáni. Búskmenn eru lágvaxnir, en ekki dvergvaxnir. Sannir Dvergmenn finnast í Vestur- og Mið-Afríku í Kongó- skógunum. Skoðanir eru skiptar um það, hvort Dvergmenn eða Búskmenn hafi verið fyrsta alda þjóðflutninga til Afríku. Það er margt, sem mælir með Dverg- mönnum; hin frumstæða menn- ing þeirra bendir á mjög fornan stofn. Dvergmenn eru náskyldir negrum, sem sýna aðra forna innflytjendaöldu. Þessi hörunds- blakka, ullhærða, varaþykka og nefbreiða manngerð Vestur-Afr- íku er svo kunn að hún þarfnast ekki frekari greinargerðar. Bantu-mælandi fólk Náskyldir Búskmönnum eru Hottentottar, en kynuppruni þeirra er ekki alveg ljós. Þeir eru taldir blendingur af Búsk- mönnum og hávaxnari, ósjálegri negrastofni. OKTÓBER, 1955 47

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.