Heimilisritið - 01.10.1955, Page 53

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 53
„Góðan daginn, ungf'rú O’- Brien!“ Hún stóð þarna grönn og ■spengileg í grænum sundbol, :sem var eins og steyptur utan um líkama hennar. „Hefur hitinn einnig rekið yð- ur á fætur, herra einsetumað- ur?“ „Vilduð þér ekki gjöra svo vel og leggja niður þetta bjánalega uppnefni,11 sagði hann kuldalega, og synti yfir laugina. Hún brosti undirfurðulega og kastaði sér út í. Þegar hann tók í handriðið hinum megin var hún rétt bak við hann. „Er yður illa við þetta nafn? Það hæfir yður þó ágætlega.“ „Það er ekki um það að ræða, hvort það hæfi eða ekki. Ég vil aðeins ekki vera skotspónn stríðni yðar. . . . “ Hún sperti drembilega brýrn- ar. Svo brosti hún stríðnislega. „En þér eruð einsetumaður. Þér eruð kannske hræddur við konur af einhverjum ástæðum? Er ég í raun og veru svona hættuleg?“ „Ég kæri mig ekki um ást- leitni, sem þér og yðar líkar lifa fyrir bæði dag og nótt,“ sagði hann hæðnislega. „Mér finnst ég geta orðið reið út í yður fyrir hið óþolandi yfir- læti yðar, en mig langar ekkert til þess. Syndið þér vél? Eigum við að fara í kapp fimm sinnum yfir' laugina? Eða eruð þér hræddur við það líka?“ „Ég er ekki hræddur við yður, eða nokkra aðra konu,“ sagði hann og brosti. „Þér getið þá orðið mannleg- ur,“ sagði hún. „Við skulum því fara í kapp. En hvað fær sá sem vinnur?“ „Hverju stingið þér upp á?“ spurði hann. „Yður geðjast ekki að því, að ég kalli yður „einsetumanninn11. Ef þér vinnið, lofa ég að hætta að kalla yður það, en ef ég vinn verðið þér herra minn í kvöld.“ „Hvað vill hún?“ spurði Ric- hard sjálfan sig, og leit í glamp- andi augu hennar. Eitthvað gerð- ist innra með honum. Hjarta hans tók að slá ofsalega. Hin yndislega stúlka var svo nálægt honum, að hann hefði getað kysst hana, ef hann hefði viljað. Og einmitt núna fékk hann ó- mótstæðilega löngun til þess að gera það. En hann stillti sig. „Það getur ekki orðið yður til mikillar ánægju,“ sagði hann. „Þér vinnið auðvitað. Svo ég geng að þessu. Vegna uppnefn- isins.“ Keppnin byrjaði. Fyrst leyfði hann henni að vera svolítið á undan, en þegar ein lengd laug- OKTÓBER, 1955 51

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.