Heimilisritið - 01.10.1955, Side 55

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 55
„Richard, hvers vegna kysstir þú mig ekki í gærkvöldi?“ Liturinn á augum hennar varð dökkgrænn og höndin á öxl hans skalf aðeins. „Katrín, ég . . . “ Án þess hann vissi hvernig það skeði, hélt hann henni skyndilega í faðmi sér, og kyssti hana aftur og aftur. „Var það svo voðalegt að kyssa mig, ástin mín,“ sagði hún og brosti glaðlega. „Ég elska þig,“ sagði hann. „Loksins. Veiztu, að í nótt lá ég lengi vakandi og braut heil- ann um, hvers vegna ég var svo vonsvikin yfir því, að þú kysstir mig ekki. Skyndilega varð mér Ijóst að ég elskaði þig; elskaði eins og ég hef aldrei elskað áð- ur í lífi mínu.“ Hún beygði sig niður og kyssti hann lengi og innilega. Ör af hamingju hélt hann henni í faðmi sér og gleymdi öllu, verk- efni sínu og hinum aðvarandi orðum föður hennar. Skyndilega mundi hann allt. Hann stóð upp, og hún varð undrandi á svipinn. „Katrín, það er svo margt, sem þú ekki veizt um mig. Ég get verið hver sem vera skal, fátæk- ur . . . “ „Ástin mín, heldurðu að það hefði nokkuð að segja. Mig varðar ekkert um hver þú ert, eða hvaða stöðu þú hefur í heim- inum. Það eina sem ég spyr um, er: Elskar þú mig.“ Hann gat ekki staðizt alvöruna í augum hennar, og þrýsti henni að sér aftur. Næstu daga var hann hvað eftir annað kominn á fremsta hlunn með að segja henni allt af létta, en þegar á átti að herða brast hann kjarkinn. Svo var það kvöld nokkurt, að hann gat ekki fundið bréfið frá föður hennar. Hann leitaði í öll- um fötum sínum og klefanum og úti á ganginum, en allt kom fyrir ekki. Hann ákvað því að fara til Katrínar næsta dag og segja henni allt af létta, áður en hún kæmist yfir bréfið og mis- skildi innihald þess. Franz greifi var svo heppinn að finna bréfið. Greifinn skildi Undir eins, að hér var ágætt tækifæri til þess að losa sig við erfiðan keppinaut. Hann hugs- aði með ánægju um þær miljón- ir, sem hann fengi þegar hann giftist Katrínu. Auðvitað myndi O’Brien verða þessu mótfallinn, en hann gaeti ekkert sagt, ef þau kæmu aftur harðgift. Hann fór strax að finna Kat- rínu, en hún hafði ekki enn hitt Richard. Hún leyndi vonbrigðum sínum, þegar hún sá að það var OKTÓBER, 1955 53

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.