Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 55

Heimilisritið - 01.10.1955, Blaðsíða 55
„Richard, hvers vegna kysstir þú mig ekki í gærkvöldi?“ Liturinn á augum hennar varð dökkgrænn og höndin á öxl hans skalf aðeins. „Katrín, ég . . . “ Án þess hann vissi hvernig það skeði, hélt hann henni skyndilega í faðmi sér, og kyssti hana aftur og aftur. „Var það svo voðalegt að kyssa mig, ástin mín,“ sagði hún og brosti glaðlega. „Ég elska þig,“ sagði hann. „Loksins. Veiztu, að í nótt lá ég lengi vakandi og braut heil- ann um, hvers vegna ég var svo vonsvikin yfir því, að þú kysstir mig ekki. Skyndilega varð mér Ijóst að ég elskaði þig; elskaði eins og ég hef aldrei elskað áð- ur í lífi mínu.“ Hún beygði sig niður og kyssti hann lengi og innilega. Ör af hamingju hélt hann henni í faðmi sér og gleymdi öllu, verk- efni sínu og hinum aðvarandi orðum föður hennar. Skyndilega mundi hann allt. Hann stóð upp, og hún varð undrandi á svipinn. „Katrín, það er svo margt, sem þú ekki veizt um mig. Ég get verið hver sem vera skal, fátæk- ur . . . “ „Ástin mín, heldurðu að það hefði nokkuð að segja. Mig varðar ekkert um hver þú ert, eða hvaða stöðu þú hefur í heim- inum. Það eina sem ég spyr um, er: Elskar þú mig.“ Hann gat ekki staðizt alvöruna í augum hennar, og þrýsti henni að sér aftur. Næstu daga var hann hvað eftir annað kominn á fremsta hlunn með að segja henni allt af létta, en þegar á átti að herða brast hann kjarkinn. Svo var það kvöld nokkurt, að hann gat ekki fundið bréfið frá föður hennar. Hann leitaði í öll- um fötum sínum og klefanum og úti á ganginum, en allt kom fyrir ekki. Hann ákvað því að fara til Katrínar næsta dag og segja henni allt af létta, áður en hún kæmist yfir bréfið og mis- skildi innihald þess. Franz greifi var svo heppinn að finna bréfið. Greifinn skildi Undir eins, að hér var ágætt tækifæri til þess að losa sig við erfiðan keppinaut. Hann hugs- aði með ánægju um þær miljón- ir, sem hann fengi þegar hann giftist Katrínu. Auðvitað myndi O’Brien verða þessu mótfallinn, en hann gaeti ekkert sagt, ef þau kæmu aftur harðgift. Hann fór strax að finna Kat- rínu, en hún hafði ekki enn hitt Richard. Hún leyndi vonbrigðum sínum, þegar hún sá að það var OKTÓBER, 1955 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.