Heimilisritið - 01.10.1955, Page 56

Heimilisritið - 01.10.1955, Page 56
ekki Richard, sem kominn var. Greifinn snéri sér beint að efn- inu, og sýndi henni bréfið. Hún las það og fölnaði upp. Svo reyndi hún að jafna sig. „Franz, þú mátt engum segja frá þessu.“ „En Katrín . . . “ „Þú verður að lofa mér því,“ endurtók hún ákveðin. „Ég skal sjá um hann.“ „Ég skal lofa þér þessu Katrín, með einu skilyrði; að við giftum okkur sem fyrst.“ Hann gekk til hennar. Hún veitti enga mótspyrnu, þegar hann kyssti hana, en hún endurgalt ekki koss hans. „Já, ég skal láta undan, Franz. Ég skal giftast þér. Eins fljótt og hægt er. En farðu nú, og gleymdu ekki loforði þínu.“ Þegar hún var orðin ein, missti hún stjórn á sér og fór að gráta, örvilnuð af vonbrigðum yfir því, að Richard hafði þótzt elska hana. En svo náði hefndartil- finningin tökum á henni. Richard vissi ekkert, þegar skipsþjónninn rétti honum bréf frá henni. Hún bað hann um að hitta sig í klefa sínum. Þegar hann kom inn, tók hann hana í faðm sér og kyssti hana, og hún fór að efast um, hvort hann elskaði hana ekki þrátt fyrir allt. En særðar tilfinning- ar hennar og hefndarlöngun máttu sín meir. „Hættið þessum trúðleik herra Meinel. Við erum búin að hafa nægilega gaman hvort af öðru. Hélduð þér virkilega, að ég væri ástfangin af yður?“ Hún hló háðslega, og losaði sig frá honum. Hann horfði á hana mállaus. En svo tók hún fram bréfið, sem hann þekkti svo vel og las það upphátt. „Mjög óvarlegt af yður, herra Meinel, að tapa þessari sönnun fyrir hræsni yðar. En nú erum við skilin að skiptum." „Katrín, leyfðu mér að út- skýra fyrir þér. Ég hef alltaf ótt- azt þetta. Ástin mín, ég hef ekki hræsnað. Ég elska þig.“ „Það er leiðinlegt fyrir yður, herra Meinel, því ég elska yður ekki.“* Hann dró hana til sín, og kyssti hana ástríðufullur, en hún endurgalt ekki atlot hans. Skyndilega reif hún sig lausa og sló hann kinnhest. „Aumingi, njósnari. Þér skul- uð ekki halda, að þér getið gabb- að mig ennþá einu sinni. En þér skuluð missa af þessum tvö þús- und dollurum, sem faðir minn lofaði yður. Ég ætla að giftast greifanum síðdegis í dag.“ „Jæja, ungfrú O’Brien. Þér skuluð ekki vera svo örugg um 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.