Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 57

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 57
það, Faðir yðar hefur gefið mér fullt vald til þess að gera allar þær ráðstafanir, sem ég tel nauð- synlegar til þess að halda yður frá greifanum.“ ,.Hvað ætlið þér að gera. Far- ið út áður en ég hringi á hjálp!“ Eins og örskot greip hann hana og lagði yfir hné sér. Síð- an gaf hann henni vel úti látna flengingu með einum hárburst- anum hennar. Fyrstu almenni- legu flenginguna, sem hún hafði fengið. Reiði hennar gerði hana orðlausa. Svo sleppti hann henni og kastaði burstanum. .,Nú hef ég gert það, sem ég ætlaði mér í upphafi að gera, þó að hárbursti sé að vísu of lítið verkfæri til þess arna. Það hefði átt að vera hrísvöndur.“ Við dyrnar snéri hann sér við og hélt áfram: „Reyndar getið þér gifzt greif- anum, ef þér viljið. Mér er ná- kvæmlega sama. Mig varðar ekkert um, hvað þér takið yður fyrir hendur! Verið þér sælar!“ Hann skellti hurðinni á eftir sér. Viku seinna stóð Richard frammi fyrir O’Brien og gaf hon- um skýrslu um hina misheppn- uðu ferð sína. Auðjöfurinn strauk hugsandi hökuna og leit rannsakandi á unga manninn. „Hm. . .. Það var leiðinlegt að ferð yðar misheppn- aðist, en eruð þér viss um að hún hafi misheppnazt?“ „Hvað eigið þér við, herra O’Brien. Ég er viss um það?“ „Það vill svo til að ég veit betur, herra Meinel,“ sagði O’- Brien brosandi og tók upp tékk- heftið. „Gjörið þér svo vel, herra. Meinel, hér eru tvö þúsund doll- ararnir yðar,“ hélt hann áfram og rétti Richard tékkinn. „Ég skil þetta ekki,“ sagði Ric- hard undrandi. „Dóttir mín giftist ekki greif- anum. Svona nú, takið við tékknum. Þér hafið unnið fyrir honum.“ „Nei,“ sagði Richard ákveðinm „Ég vil ekki taka við peningum yðar.“ Hann reif tékkinn og kastaði honum í pappírskörfuna. O’- Brien leit á hann undrandi. „Hvers vegna gerðuð þér þetta, ungi maður?“ „Það kemur mér einum við.“ „Aha. — Ég skil. Þér hafið ekki staðizt. Ég aðvaraði yður "þó, að verða ekki ástfanginn." „Já, ég varð ástfanginn af henni,“ svaraði Richard kulda- lega og hélt til dyra, „en mis- heppnaður verkfræðingur er ekki fyrir dóttur miljónamær- ings.“ OKTÓBER, 1955 55-

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.