Heimilisritið - 01.10.1955, Side 60
Framhaldssaga eftir
RUTH FLEMING
Nýi
herragarðs-
eigandinn
Bruce gekk fram og aftur um
gólf og reykti hverja sígarett-
una á fætur annarri. — Svo
slengdi hann sér niður í stól og
reyndi að lesa, en hann hafði
enga eirð í sér, og nokkru seinna
fór hann út í bílskúrinn og'ók
út bílnum. Það myndi enginn
taka til þess, þótt hann kæmi
að sækja unnustu sína og það
var ekki nauðsynlegt að hún
dveldi svo mjög lengi, ef hún
var aðeins að velja sjal úr safni
frú Carnforths.
Hann svipaðist um eftir bíl
Maurices á hlaðinu fyrir utan
húsið, en sá hann hvergi. Svo
hringdi hann dyrabjöllunni, og
ung stúlka opnaði fyrir honum.
„Er ungfrú Kinlock hér?“
spurði hann.
„Nei,“ svaraði hún, „en nú
kemur frúin sjálf.“
Frú Carnforth fagnaði honum
með útrétta handleggi.
„Mikið er gaman að sjá yður!“
sagði hún. „Viljið þér ekki koma
inn? Og hvemig líður móður yð-
ar og Lindu?“
„Hefur Linda ekki komið
hingað í dag, frú Carnforth?“
Hún varð undrandi á svip.
„Nei, af hverju spyrjið þér?“
„Vegna þess að móðir mín var
rétt áðan að segja mér, að son-
ur yðar hefði komið og sótt
Lindu. Hann hafði sagt að þér
ættuð von á henni. Hún átti að
líta á einhver sjöl hjá yður.“
„Þetta hlýtur að vera einhver
misskilningur,“ sagði frú Carn-
forth og varð föl í andliti. „Hann
hefur ekki minnzt á það einu
orði við mig, að hann ætlaði að
sækja hana. Þér haldið þó ekki
að eitthvert slys hafi orðið?
Hver veit nema hann hafi ekið
með hana eitthvert upp í sveit.“
58
HEIMILISRITIÐ