Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 63

Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 63
litningu í röddinni. „Tilfinning- ar þínar til mín eiga ekkert skylt við ást.“ „Viltu gera svo vel að halda engar prédikanir yfir mér! Þá vil ég heldur geðofsa og móður- sýkisköst. Æptu bara. Það er hvort sem er ekki til neins, því hér heyrir enginn til þín. Gerðu þér grein fyrir því, að þú skalt giftast mér.“ „Það skal aldrei verða, Mau- rice‘“ „Ég skal sýna þér að þú skipt- ír um skoðun,“ hreytti hann út úr sér og greip um axlir henn- ar. „Eftir þessa nótt verðurðu bara fegin að ég skuli vilja gift- ast þér. Þú ert alltof stolt til þess að láta vitnast, hvað hér hefur gerzt, og eftir að við höfum bara farið í svolitla brúðkaupsför, komum við heim aftur og setj- umst um kyrrt sem Maurice Carnforth og frú. Það munu allir fyrirgefa okkur, því fólki mun skiljast með tímanum, að það hafi verið eitthvað óvenjulega rómantískt við ást okkar. Um Bruce Kinlock þarftu hreint ekkert að hugsa. Áður en hálft ár er liðið, hefurðu áreiðanlega gleymt honum.“ „En skilurðu ekki, að ég mun fyrirlíta þig alla mína ævi?“ spurði hún. „Ég verð að hætta á það, ef ég bara fæ vilja mínum fram- gengt,“ svaraði hann í léttum tón og dró hana til sín. „Bruce drepur þig!“ Hann hló. „Svo þú heldur það. Ég hugsa frekar að hann hafi nú fengið hugboð um að það sé lítið á þér að byggja. Hann telur sjálfsagt að þú notir fullvel tækifærin til að skemmta þér með gamla kær- astanum.“ „En ef hann hefur nú farið á eftir okkur?“ „Ég hugsa að hann hafi ekki gert það, en ef svo er, mun hon- um ekki veitast auðvelt að kom- ast hingað inn. Sam gamli er góður varðhundur fyrir mig og ef hann skyldi samt ryðjast inn, þá . . .“ Hann brosti lymskulega án þess að ljúka við setninguna, og Lindu grunaði allt í einu ein- hverja hættu, sem hún hafði ekki reiknað með. Hvað átti hún að gera? Þegar hún leit framan í hann, laut hann að henni og kyssti hana á munninn. Það fór hroll- ur um hana, en hún stóð graf- kyrr án þess að gera tilraun til að verja sig. Hann sleppti henni brátt, og hún brosti fyrirlitlega. „Þú bjóst kannske við að ég myndi hrópa á hjálp og reyna OKTÓBER, 1955 61

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.