Heimilisritið - 01.10.1955, Page 64
að losna frá þér? En ég ann þér
ekki þeirrar ánægju, Maurice.
Ég er engin skólastelpa, skaltu
vita. Ég veit að ég hef enga
krafta við þér, en þú skalt ekki
fá þá ánægju, að ég biðji þig
um grið. Nú held ég að ég fái
mér svolítinn matarbita.“
Hún settist við borðið og
neyddi sig til að borða. Það eina,
sem hún gat gert eins og sakir
stóðu, var að draga tímann á
langinn eins og hún gat, í þeirri
von að Bruce hefði farið að leita
að henni.
Maurice leit tortryggnislega á
hana, og svo tæmdi hann fleiri
glös af viský, meðan hann beið
þess að hún lyki við að borða.
Veitingamaðurinn rak inn
höfuðið og sagði:
„Herbergið er til reiðu, herra.
Það er gott og hlýtt og allt er
í lagi.“
Þegar hann hafði lokað hurð-
inni á eftir sér, gekk Maurice
til Lindu og greip um axlir
hennar. Hann beygði sig yfir
hana, og hún sló hann hnefahögg
í andlitið, en hann hló hrossa-
hlátur, tók hana í fangið, bar
hana fram og lagði af stað upp
stigann með hana.
Stormurinn þaut ílandi um
húsið, en skyndilega tók hjart-
að í Lindu snöggan kipp. í gegn-
um stormhvininn heyrði hún
vélardyn bíls, sem nálgaðist, og
þegar hann nam staðar fyrir ut-
an með hvínandi hemlum, stanz-
aði Maurice og vissi ekki hvað
gera skyldi.
Svo sneri hann allt í einu við
í stiganum og gekk niður aftur.
Þegar inn í veitingasalinn kom,
lét hann Lindu lausa úr fanginu,
en ýtti henni inn í barinn, sem
var fyrir innan. í sama bili kom
veitingamaðurinn hlaupandi.
„Það er einhver að koma,
herra,“ sagði hann æstur.
„Mundu að það fer enginn
inn,“ svaraði Maurice stuttlega.
Hann sneri sér að Lindu, batt
hendur hennar fyrir aftan bak
með handklæði og keflaði hana
með öðru.
„Þú ímyndar þér kannske, að
hann Bruce þinn sé að koma þér
til hjálpar,“ sagði hann háðslega,
„en vertu ekki alltof viss um
það. Jafnvel þótt þetta sé hann,
verður það þér til lítillar gleði.“
Fótatak heyrðist á útitröppun-
um, og svo var barið harkalega
að dyrum. Er enginn svaraði, var
sparkað svo hraustlega í hurðina
að það brakaði í feysknu timbr-
inu.
„Opnið! Ég brýt upp 'hurðina,
ef ekki verður opnað!“
„Er ekki bezt ég geri eins og
hann segir?“ spurði Sam angist-
arlega.
62
HEIMILISRITIÐ