Heimilisritið - 01.10.1955, Side 65

Heimilisritið - 01.10.1955, Side 65
„Nei!“ svaraði Maurice. „Ég veit hver þetta er, og ég skal borga kostnaðinn, ef hann gerir alvöru úr hótuninni.“ Hurðin fór að gefa eftir við lamirnar, og Sam gat ekki stillt sig lengur. „Það er búið að loka hér.“ Svarið var áframhaldandi högg og spörk. „Hver er þetta?“ spurði veit- ingamaðurinn. „Þetta er Bruce Kinlock. Opn- ið tafarlaust!“ „Ég neyðist til að opna,“ hvísl- aði veitingamaðurinn. „Ég fyrirbýð þér það,“ hvæsti Maurice. „Farðu fram í eldhús og vertu þar. Ég skal taka á móti manntetrinu einn.“ Linda stritaði við að leysa sig og reyndi að æpa, en gat ekki komið upp nokkru hljóði. Svo sá hún allt í einu að Maurice var kominn og laut yfir hana. „Bruce er kominn og veit um okkur hérna, hvernig sem á því stendur," sagði hann. „Og nú getur þú bjargað lífi hans. Ef þú segir honum, að þú hafir fylgt mér af frjálsum vilja, skal hann sleppa lifandi, en ef þú segir sannleikann, þá . . . “ Hann lyfti hendinni og sýndi henni gljáandi marghleypuna, sem hann hafði tekið úr vasa sínum. Nú kom veitingamaðurinn úr eldhúsinu. „Ég þori ekki annað en opnar herra,“ sagði hann. „Hann gerir mig annars áreiðanlega burtræk- an héðan, svo að ég kemst á vonarvöl, ef ég opna ekki fyrir honum.“ Maurice hótaði öllu illu, ef hann gerði það, en nú lét veit- ingamaðurinn hótanir hans lönd og leið. Með titrandi höndum opnaði hann útidyrnar, og Bruce kom inn. „Hvers vegna opnuðuð þér ekki strax?“ spurði hann harð- neskjulega. „Hvaða gestir eru hérna í kvöld?“ „Engir, herra.“ Bruce dokaði við og hlustaði, en hann heyrði ekki annað en vindinn, sem þaut í trjánum úti fyrir. „Hafa yfirleitt ekki komið neinir gestir hér í kvöld?“ spurði hann og horfði rannsakandi á veitingamanninn. „Ekki nokkur lifandi sál,“ svaraði maðurinn og iðaði í skinninu. Honum ógnaði við til- hugsunina um, hvað mikið myndi brotna og eyðileggjast, ef til slagsmála kæmi milli mann- anna. „Hafið þér séð lítinn, svartan bíl fara hér 'hjá?“ „Lítinn, svartan bíl?“ endur- OKTÓBER, 1955 63

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.