Heimilisritið - 01.10.1955, Síða 66
tók veitingamaðurinn. „Nei,
herra.“
Bruce sá það á honum, að
hann laug, og þess vegna ýtti
hann kauða hispurslaust frá,
tók upp vasaljós og fór að athuga
dvalarkynnin. Þegar hann opn-
aði dyrnar inn í barinn, var ósig-
urinn því sem næst vís fyrir
Maurice.
Hann stóð rétt fyrir innan
dyrnar með Lindu náföla í faðm-
inum, en nú sleppti hann henni
og sneri sér að sessunauti sín-
um. Linda datt út að veggnum,
en þegar Bruce gerði sig líkleg-
an til að hjálpa henni, stöðvaði
Maurice hann.
„Gott kvöld, Kinlock,11 sagði
hann eins og ekkert væri um að
vera. „Hvernig gekk ferðin?“
Linda virtist ætla að segja
eitthvað, en hann kreisti úlnliði
hennar.
„Vertu róleg, elskan mín, ég
skal hafa orð fyrir okkur bæði,“
sagði hann.
Það kom dálítið á Bruce, en
svo sagði hann óhikað:
„Ég vil gjaman fá skýringu,“
sagði hann.
„Skýringu?“ endurtók Mau-
rice frekjulega og lyfti brúnum.
„Ég vil gjarnan fá að vita
hvers vegna þér hafið farið með
Lindu hingað í þessu veðri, og
hvers vegna þið eruð hérna ein.“
„Það hljótið þér að skilja.
Linda hefur alltaf verið hrifin
af mér, og nú gerði hún sér ljóst,
að hún treysti sér ekki til að
giftast yður.“
Linda hné niður á stól með
hendur fyrir andlitinu. Hún
þorði ekki að segja orð, því þá
mátti hún ganga að því vísu,
að Maurice tæki skammbyssuna
í notkun. Hún lyfti aðeins höfði
og horfði bænaraugum á Bruce,
en það var eins og hann tæki
ekki eftir nærveru hennar.
„Svo það er þannig, sem í
þessu liggur," sagði hann. „Ég
hef víst ekki annað að gera en
viðurkenna að ég hef verið erki-
bjálfi.“
Nú leit hann sem snöggvast
til hennar.
„Ég elska þig heitt og inni-
lega, Linda,“ sagði hann, ,.og
mér þykir leitt að þú skulir ekki
hafa verið nógu hreinskilin að
segja mér sannleikann.“
Linda heyrði hvernig rödd
hans skalf af niðurbældri til-
finningu, og hún hvíslaði nafn
hans, en það var aðeins Maurice,
sem heyrði hvísl hennar. Hann
lagði arminn utan um hana.
„Róleg, ástin. Nú veit hann
hvernig þessu er varið, og þá
leyfir hann okkur vonandi að
hafa næturfrið." (Framhald)
64
HEIMILISRITIÐ