Heimilisritið - 01.10.1955, Side 67
SPURNINGAR OG SVÖR
(Framhald af 2. kápusíSu).
skafur, og aS við á okkar aldri gclum
ckki clskazt heitt í alvöru. En þá mis-
skilur (>ú mig. Hcldurðu að þú getir
gert nokkuÖ til þess að ég komist t sam-
band við hann aftur, eða á ég að láta
hann koma til mtn að fyrra bragði?
Núna umgengst hann aðra stelpu, og
það finnst mér óþolandi, en ég hugsa
að hann viti ekki, hvað það bryggir
mig. Hvað á ég að gera?
Elskan mín. Hvað ertu eiginlega að
liugsa? Ef ég færi að hugleiða áhyggj-
ur þínar, yrði ég sjálf ringluð. Svona
bemskuástir hafa að vísu sinn tilgang,
en að það sé alvara á bak við þær, það
er harla fráleitt — þó að bréfin, sem ég
fæ um slíkt, séu ótrúlega möig — og
sízt vil ég gera lítið úr áhyggjunum,
sem af slíkum vonbrigðum stafa. En ef
þú lest þessa dálka mína að staðaidri,
muntu sjá, hversu miklu aivarlegri ást-
in og hjónabandið getur verið, og hversu
óútrciknanlega miklar ástasorgir geta
steðjað að fullþroska fólki.
SVÖR TIL ÝMSRA
Svör til „Dóru': — Leitaðu til píanó-
viðgerðamanna viðvíkjandi 1. spumingu
og flugfélaganna varðandi 3. spurningu.
Málningarblettinum nærðu vonandi af
með blettavatni, eða að þú biður efna-
laug um að ná blettinum úr jakkanum.
Ægisíða skrifast með einu essi.
Svör til „Jóntnu": —- Ef þig langar
til að pilturinn bjóði þér upp, er ekki
annað ráð vænna fyrir þig en að gefa
honum auga og vita hvort hann tekur
ekki eftir þér. Ef augnagotur þínar verka
örvandi á hann, ætti árangur að nást.
— Mér finnst 21 árs gömul stúlka þurfi
ckki að hafa vitund af minnimáttar-
kennd út af því, þótt hún sé ótxúlofuð
ennþá. Flanaðu ekki að neinu. Það cr
mikið í húfi, og þú skalt ckki bindast
manni, sem þér er ekki geðfelldur, vegna
þess eins að þú ert farin að örvænta —
en auðvitað ön'æntir þú ekki nærri strax.
Til „Óhamingjusamrar": — Ég
myndi ekki gefa honum ástæðu til að
vera afbrýðisamur, en ekki myndi það
saka að þú héldir þér til og að hann
yrði þess var að aðrir karlmenn hefðu
áhuga á þér.
Til „Ö. ]. M.“: — Gamlir árgangar
af Heimilisritinu munu fást fyrir hálf-
virði, en þeir síðustu eru seldir með
25% afslætti á afgreiðslunni.
Til „A. M.“: — Gervifrjófgun er
framkvæmd víða um heim, en hér á
landi mun helzt að snúa sér til yfir-
læknis fæðingadexldar Landspítalans.
Til „Guss't": — Þú segir að stelpur
viti ekki hvað þær vilja, — og hvernig
ættu aðrir að vita það? Þetta er sjálfsagt
mikið vandamál fyrir þig í dag, cn þú
brosir að því eftir nokkur ár.
Til „Grámanns": — Þetta er mjög leitt
mál, og það getur enginn hjálpað þér,
nema kannske tíminn. Það var rangt
af henni að segja þér sannleikann — þér
hefði liðið betur ef hún hefði þagað yfir
ótryggð sinni. Hins vegar voruð þið
ekki orðin hjón, þegar þctta varð, og ef
til vill afsakar það hana eitthvað. Ef þú
clskar hana, skaltu fyrirgefa henni, og
vonandi verður allt gott aftur.
Til „E. N. F.“: — Dinguvegur er
ckki til í Rcykjavík, en aftur á móti er
Dyngjuvegur til og mun liggja upp á
Laugaráshæðina. Evx Adams
HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: Helgafcll,
Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Baldursgötu 9,
Reykjavík, sími 5314. — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. —-
Verð hvers heftis er 10 krónur.