Heimilisritið - 01.11.1957, Page 57

Heimilisritið - 01.11.1957, Page 57
Berlín og hafði því haft aðgang að trúnaðarskjölum. Um þetta gengu Ameríkumenn úr skugga, áður en hún flúði til vesturs. Þeir buðu hana velkomna með samúð, eins og góða stúlku, sem hefði orðið að þola margt misjafnt. Og sérhver amerískur hðsforingi sem hún komst í kunn- ingsskap við, varð sannfærður um, að fallegu fötin hennar og ríkulega íbúðin væri greidd af öðrum amerískum liðsforingjum. Þá grunaði ekki, að peningarnir kæmu frá sovétskum húsbænd- um hennar — fyrir leynilegar upplýsingar. HANDTAKA í starfi sínu fyrir amerísku leyniþjónustuna, taldi Gardy ekki eftir sér að vinna yfirvinnu. Máske gleymdi hún Helmuth Bauske smásaman, eins og hún gleymdi unga manninum, svo snögglega. Þótt undarlegt væri, var það feiminn og lágt settur Þjóðverji í þjónustu Bandaríkjahers, sem lék á hana. Hún þuldi fyrir honum sögur um rússneska ofsókn. Til þess að hjálpa henni að flýja frá Rússum, sagði hún honum með tælandi augnaráði, þá gæti hann hjálpað henni um leynilegar upp- lýsingar. Og í staðinn skyldi hún giftast honum. Þessi óframfærni Þjóðverji lét ekki ginnast. í kaffistofu rétti hann henni sígarettukarton, sem átti að hafa að geyma leyni-upp- lýsingar. Þegar hún fór í strætis- vagni heim, var henni ekki ljóst, að leynilögreglumenn veittu henni eftirför í sama vagni. Þegar hún sté út úr vagninum, tóku þeir hana fasta. Á stríðsárunum hefði Gardy hlotið dauðadóm. En dómarar hennar dæmdu hana aðeins í 5 ára fangelsi. Máske var það upp- haflega æskuást hennar á Hel- muth Bauske, hugsuðu þeir, sem hafði komið henni út á hina tvö- földu, svikafullu njósnarbraut. * Stríðsframleiðsla Þegar styrjöldinni var lokið ákvað fallhlífaframleiðancii einn í Ameríku að snúa sér að því að frameiða kvenbuxur úr nælonfall- hlífum. Og það var ekki fyrr en hann hafði sent frá sér fleiri þús- undir af þessum fatnaði, að einhver tók eftir hernaðarfyrirmælum, sem prenmð voru með smáu letri á hvern buxnahnapp: „Þegar j>i< ert kominn niðnr á jörðina, f>á fáðu mann til að hjálpa þér að toga niður og brjóta saman ef þörf gerist." HEIMILISRITIÐ 55-

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.