Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Page 6

Fréttatíminn - 20.09.2013, Page 6
„Megnið af fötunum sem við fáum er í mjög góðu standi og við höfum reyndar verið með svolítið mikinn áróður um að ná líka í það sem fólki finnst vera ónýtt,“ segir Örn Ragnarsson, hjá Rauða krossinum, sem sendir notuð föt úr landi í tonnavís mánaðar- lega. Ljósmynd/Hari Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður hjá Þjóðminjasafni Íslands og fráfarandi formaður Heimsminjanefndar Íslands, hefur haft forgöngu um að hinn íslenski torfhúsaarfur ásamt tengdu búsetulands- lagi verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO. Torfbæirnir eru nú á yfirlits- skrá sem ríkisstjórn Íslands samþykkti árið 2011 að tillögu Heimsminjanefndar en þar er að finna minjar sem til stendur að tilefna á heimsminjaskrána. Ekki er vitað hvenær torfbæirnir verða formlega tilnefndir en til- nefningar eru háðar ákvörðun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Verið er að ljúka samnor- rænni tilnefningu á víkingaminjum og eru Þingvellir þar framlag Íslands en þeir hafa raunar verið á heimsminjaskrá UNESCO frá árinu 2004. „Þetta snýst ekki um einn og einn torfbæ. Við erum hér með torfhúsaarfinn sem myndar einstæða heild, þ.e. torfhúsin sjálf, handverkið, umhverfið og menningarsagan. Það er langt og flókið ferli að koma minjum á heimsminjaskrá og við þurfum að færa rök fyrir að minjarnar og minjaheildin sé einstök í heiminum. Torfbæirnir hafa notið þess að vera komnir inn í þetta ferli og því er sérstaklega gætt að allri verndun þeirra og varðveislu á vegum Þjóðminjasafnsins,“ segir Margrét. Hún bendir á hversu dýr- mætur torfhúsaarfurinn sé sem uppruna- legar minjar með ríkulegt sanngildi, og tekur til samanburðar hið gagnstæða þar sem um eftirlíkingar er að ræða. „Dæmi um slíkt eru fyrirhugaðar hugmyndir um eftirlíkingu af miðaldakirkju í Skálholti. Of mikil áhersla hefur á stundum verið á eftir- líkingar í stað þess að stuðla að varðveislu raunverulegra minja sem ég tel að muni hafa mun meira aðdráttarafl að ekki sé talað um gildi fyrir íslenska menningu. Torfhúsin eru þegar komin á skrá yfir minjar sem yfir- völd telja að eigi erindi á heimsminjaskrána og ég myndi halda að það væri sóknarfæri í því fyrir ferðaþjónustuna,“ segir hún. -eh  Forminjar Þjóðminjavörður gagnrýnir eFtirlíkingar aF Fornminjum Vill torfbæi á heimsminjaskrá Laufás í Suður-Þingeyjarsýslu er meðal þeirra bæja sem eru á yfirlitsskrá Heimsminjanefndar. Ljósmynd/ Guðmundur L. Hafsteinsson. Þjóðminjasafnið  endurvinnsla rauði krossinn tekur við hverri einustu tusku Á síðasta ári fluttum við út 1350 tonn. Sendir 100 tonn af fötum úr landi mánaðarlega Í fyrra sendi Rauði kross Íslands 1350 tonn af fatnaði úr landi en alla jafna flytur Rauði krossinn út um 100 tonn af flíkum úr fatasöfnun sinni til útlanda. Flokkunarfyrirtæki í Hollandi og Þýska- landi kaupa fötin og ágóðinn rennur í hjálparstarf samtakanna. Rauði krossinn leggur mikla áherslu á að hann taki við öllum fötum, ekki síst þeim sem fólk telur ónýt. Þær flíkur leyna nefnilega á sér og þannig mun vera hægt að endurnýta ónýtar gallabuxur fimm sinnum. F atasöfnun Rauða krossins hefur sótt í sig veðrið eftir samdrátt í kjölfar efnahagshrunsins. Hjálparsamtökin senda mest af því sem safnast til útlanda og lætur nærri að 100 tonn af fötum séu send úr landi mánaðarlega. „Lunginn af því sem safnast fer úr landi og þá í tvennum tilgangi,“ segir Örn Ragn- arsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossin- um. „Annars vegar seljum við það sem við getum ekki notað sjálf og notum svo pen- ingana í hjálparstarfið. Síðan sendum við nokkra gáma á ári til Hvíta-Rússlands en það eru sérvalin og sérpökkuð föt, aðallega fyrir smábörn og svo barnafjölskyldur.“ Rauði krossinn úthlutar fatnaði innan- lands einu sinni í viku til þeirra sem þurfa á að halda. „Og síðan rekum við fjórar verslanir hérna á höfuðborgarsvæðinu og nokkrar úti á landi,“ segir Örn og þangað rata margar eigulegar flíkur. Örn segir ljóst að fólk sé að verða með- vitaðara um að föt sem það er hætt að nota geti enn gert gagn og komi þeim í söfnunargáma frekar en henda. „Það er greinilegur vöxtur. Það varð náttúrlega mikill samdráttur í hruninu en svo fór þetta að taka við sér aftur 2010 og hefur verið á uppleið síðan. Á síðasta ári fluttum við út 1350 tonn.“ Örn segir Rauða krossinn taka við öllu enda séu nýtingarmöguleikarnir margir. „Við tökum við öllu sem heitir tuska. Öllum fatnaði alveg sama í hvaða ástandi hann er, rúmfötum, borðdúkum og gluggatjöldum. Bara ef það heitir tuska og sé hægt að nýta það.“ Og það á oftast við. Ónýtar galla- buxur er hægt að endurnýta allt að fimm sinnum og prjónavara er rakin upp og nýr þráður spunninn. „Það er einhver misskilningur í gangi sem ég sá í einhverju blaði nýlega að fötin sem héðan væru flutt út væru urðuð. Ég held að 95% af því sem kemur frá okkur fari í endurnotkun.“ Örn leggur áherslu á að Rauði krossinn þiggi flíkur sem fólk telur ónýtar. Nærföt og brjóstahaldarar séu til dæmis eftirsóknarverð. „Við höfum fengið tiltölulega lítið af nærfötum en þörfin fyrir þessar flíkur er eftir sem áður töluverð og eftir átak í fyrra verðum við vör við það að fólk er farið að gefa miklu meira af nær- fötum.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is ORKA SEM ENDIST Weetabix er frábær leið til að byrja daginn. Veldu næringar- ríkan morgunverð sem heldur þér gangandi fram að hádegi. • • Sykurminnsta morgunkornið Sykurinnihald er það lægsta sem gerist í morgunkorni. 4,4 g sykur í 100 g PIPA R\TBW A • SÍA • 120578 Verið velkomin í eina glæsilegustu gleraugnaverslun landsins Ný verslun í göngugötu Frábærar daglinsur á sama góða verðinu 2.800 kr. pakkinn KAUPUM Á ALLRA VÖRUM GLOSS FRÁ DIOR Þú færð Á allra vörum glossin frá Dior á eftirtöldum sölustöðum: Fríhöfnin, Flugstöð Leifs Eiríkssonar Debenhams, Smáralind Lyf og heilsa um land allt Lya um land allt Ólöf snyrtistofa, Selfossi Make Up Gallery, Akureyri Sigurboginn, Laugavegi Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Snyrtivöruverslanir Hagkaups um land allt F ÍT O N / S ÍA 6 fréttir Helgin 20.-22. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.