Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 20.09.2013, Qupperneq 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Frétta- stjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. A Alþjóðlegi Alzheimersdagurinn er á morgun, laugardag. Af því tilefni fylgir Fréttatímanum í dag sérblað Félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Full þörf er á þeirri kynningu. Heilabilun er samheiti yfir nokkra sjúkdóma. Eins og fram kemur hjá Birgi Óla Sigmundssyni heilsu- hagfræðingi í sérblaðinu eru einkenni hennar margvísleg en þau helstu eru minnisleysi, ruglingur og erfiðleikar með tal og að skilja mælt mál. Langalgengasta tegund heilabilunar er Alsheimerssjúkdómurinn en aðrar teg- undir eru til. Fram kemur hjá Birgi Óla að heilabilun byrjar að öllu jöfnu ekki að hrjá fólk fyrr en það er komið á efri ár. Talað er um algengi heilabilunar hjá þeim sem eldri eru en 65 ára. Alsheimersjúkdómurinn leggst þó einnig á yngra fólk, allt niður í 45 ára aldur, eins og Ragnheiður K. Karlsdóttir, varaformaður Félags aðstandanda Alzheimerssjúklinga og umönnunaraðili, bendir á grein í sérblaðinu. Þau Birgir segja að allar rannsóknir sýni að vænta megi mikillar aukningar á Alzheimer- stilfellum næstu ár og áratugi. Vandinn sé hins vegar sá að lítill skilningur hafi fram til þessa verið á sjúkdómnum. Hann leggst þungt á þann veika en veikir líka, eins og Ragnheiður rekur, alla fjölskyldu viðkomandi og ekki síst þann sem næst hinum sjúka stendur og annast hann. Það er binding allan sólarhringinn, allt árið. Þótt heldur hafi miðað hérlendis undanfarin fimm ár segir varaformaðurinn að við stöndum enn nánast á byrjunarreit. Samfélagið verði að opna augun og ríkið að viðurkenna að Alzheimerssjúkdómurinn og aðrir minnissjúkdómar séu verulega stór hluti af veikindum í heilbrigðiskerfi okkar. Með þeirri viðurkenningu móti ríkið stefnu og komi fram með áætlun sem styðji um- önnunaraðila og meti að verðleikum framlag þeirra. Þeir sem heppnir eru í dag fá inni í dagþjálfun fyrir ástvini þegar sjúkdómurinn fer að ágerast en ekki eru allir svo lánsamir því nær 100 manna biðlisti er á flestum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og lítið er um slíka þjálfun á lands- byggðinni. Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga bendir á að breytt afstaða gagnvart sjúkdómnum hafi átt sér stað í sumum löndum í kjölfar þess að stjórnvöld tóku höndum saman við Alzheimersfélög og heilbrigðisstarfsfólk. Ragnheiður vill, fyrir hönd umönnunaraðila Alzheimers- sjúklinga, forgangsraða með því að móta sem fyrst stefnu í málum sjúklinganna og umönnunaraðila þeirra. Í annan stað að sett verði í gang vinna við að koma upp gagna- grunni hjá landlækni yfir fjölda greindra einstaklinga í landinu og í þriðja lagi að opnað verði húsnæði þar sem hægt verði að sinna umönnunaraðilum, styrkja þá og leið- beina þeim gegnum verkefnið fram undan, líkt og Ljósið er fyrir fjölskyldur krabbameinssjúkra. Miðað við mannfjöldaspá Hagstofu Íslands má, að því er fram kemur í grein Birgis Óla, sjá að fjölgun einstaklinga frá 2013 til 2040 í hópi 67 til 80 ára verður á bilinu 99-101% og 143-144% í hópi 80 ára og eldri. Íslenska þjóðin er að eldast og óhjákvæmilega fylgir því, meðal annars, aukið álag á einstaklingana og heilbrigðiskerfið vegna heilabil- unarsjúkdóma en ágengi þeirra eykst með aldri. Miðað er við að um 7% einstaklinga á aldursbilinu 67-80 ára þjáist af einhvers konar heilabilun og 20-25% þeirra sem eldri eru en 80 ára. Beinn kostnaður mun því falla á heilbrigðiskerfið vegna aukningarinnar þegar þessir einstaklingar þurfa dag- vistun eða varanlega vistun á hjúkrunarheimili. Óbeinn kostnaður fellur síðan á efnahagskerfið, eins og Birgir Óli bendir á, þegar vinnufærir einstaklingar, sem greinast með heilabilun, verða að hætta að vinna eða draga úr vinnuframlagi – en ekki síður þegar aðstandendur verða að draga úr vinnuframlagi eða yfirgefa vinnumarkaðinn til þess að annast veikan fjölskyldumeðlim. Kallað er eftir stefnumótun stjórnvalda til að mæta þeim vanda sem við blasir. Alzheimers og aðrir heilabilunarsjúkdómar Kallað eftir stefnumótun Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3- 24 93 Kia cee’d Sportswagon EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 19 þús. km, dísil, 128 hö., 6 gíra, eyðsla 4,3 l/100 km*. Verð 3.890.000 kr. Kia Sorento EX Luxury 4wd Árg. 2011, ekinn 30 þús. km, 198 hö., dísil, sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km*. Verð: 6.690.000 kr. Tilboðsverð: 6.390.000 kr. Kia Sportage EX 4wd Árg. 2011, ekinn 42 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100 km*. Verð: 5.390.000 kr. Kia picanto EX 1,2 Árg. 2012, ekinn 7 þús. km, bensín, 84 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km*. Verð 2.250.000 kr. Kia cee‘d LX 1,6 Árg. 2012, ekinn 41 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100 km*. Verð 2.850.000 kr. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kia cee’d EX 1,6 Árg. 2012, ekinn 4 þús. km, dísil, 128 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km*. Verð: 3.890.0 00 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð 6 ár eftir af ábyrgð5 ár eftir af ábyrgð 5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia Rio EX 1,4 Árg. 2011, ekinn 24 þús. km, bensín, 90 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,4 l/100 km*. Verð: 2.790.000 kr. Greiðsla á mánuði 26.690 kr. M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,37%. 5 ár eftir af ábyrgð  VikAn sem VAr En skoðanirnar? Sjálfstæðisflokkurinn er mjög ánægður með hárið á mér. Birgitta Jónsdóttir pírati skartar nú bláu hári við lófaklapp blárra handa. Leið til leiðréttingar Vonandi sé ég ykkur, og peningana ykkar, á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og uppskar hlátur fyrir í lok erindis síns á Iceland Investment Forum á hótel Waldorf Hilton í Lundúnum á fimmtudags- morgun. Þegar risaeðlur þrömmuðu um héruð? Hér í eina tíð var Sjálfstæðisflokkurinn táknmynd trausts, ráðdeildar og heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Jakob F. Ásgeirsson, ritstjóri Þjóðmála, snuprar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir klíkuskap í nýjasta tölublaði. Loðið og teygjanlegt Við misskildum hvernig þetta kvöld ætti að vera og um leið og við sáum hvað þetta væri þá ákváðum við að bakka út úr þessu. Forsvarsmaður Sjallans útskýrir fyrir Akureyri Vikublaði hvers vegna hætt var við svokallað Dirty Night á skemmtistaðnum eftir athugasemd frá Jafnréttisstofu. Zzzzzzzzzzzzzzzzz........ Syfjuðu og lögfræðiskóluðu íhalds- kerlingarnar í Útlendingastofnun eru meira en ár að svara bréfum. Þær vita ekkert í sinn haus og biðja sífellt um sömu skírteinin aftur og aftur. Jónas Kristjánsson lætur Útlendingastofnun fá það óþvegið á bloggi sínu. 14 viðhorf Helgin 20.-22. september 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.