Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 18
F lestir í Indlandi og Asíu verða hissa þegar ég segist vera hálf íslensk. Oft veit fólk ekki einu sinni hvar Ísland er og halda að hér sé allt ísilagt. Ég segi þeim þá yfirleitt sög-una um hvernig nöfnunum á Grænlandi og Íslandi hafi í raun verið víxlað,“ segir Angela Jónsson. Hún á íslenskan föður og indverska móður, hefur þegar haslað sér völl sem vinsæl fyrirsæta í Indlandi og langar að reyna fyrir sér sem fyrirsæta á Íslandi. Angela er aðeins 23 ára gömul en á þriggja ára fyrirsætuferli hefur hún þegar setið fyrir á forsíðum þekktra tískublaða í Indlandi á borð við Vouge, Elle, Cosmopolitan, Maxim og Harper´s Bazaar. „Ég kom í fyrsta sinn til Íslands þegar ég var 18 ára og hef komið á hverju sumri síðan,“ segir hún. Angela kann aðeins stöku orð í íslensku en miðað við hvernig hún talar ensku myndi ég giska á að hún væri uppalin í Bandaríkj- unum. Það eru hins vegar aðeins um þrír mánuðir síðan hún flutti til Los Angeles ásamt indverskum kærasta sínum. „Hann er leikari og ég ætla að fara í leiklistartíma. Þetta er auðvitað mikil kvikmyndaborg. Ég var í viðræðum við kvikmyndaframleiðendur í Ind- landi en ég ætla að einbeita mér að fyrirsætuferlinum í bili og þá reyna við leiklistina síðar.“ Á tíu systkini Faðir Angelu, Vilhjálmur Jónsson, var á ferðalagi í Indlandi fyrir um þremur áratugum þegar hann kynntist ungri konu, Söndru, í gegnum sameiginlega vini. Þau urðu ást- fangin og Vilhjálmur settist að í landinu. Saman eiga þau tíu börn, sjö stelpur og þrjá stráka, sem ólust upp á búgarði í fjallaþorpinu Kodaikanal á Suður-Indlandi. Þar stundaði Angela nám í bandarískum skóla og skýrir það af hverju hún talar ekki með indverskum hreim. „Ég hef grætt mjög mikið á því að eiga foreldra frá tveimur ólíkum menningarsvæðum. Þetta hefur veitt mér betri innsýn í alþjóðasamfélagið.“ Foreldrar hennar hafa mikið sinnt hjálparstarfi í gegn um tíðina þó móðir hennar hafi veri mikið bundin heima með börnin tíu. „Það er ekki algengt í Indlandi að eiga svona mörg börn. Það var algengara hér áður fyrr en mömmu langaði að eignast stóra fjölskyldu.“ Angela er hér í heimsókn hjá systkinum sínum en hún á þrjár systur og einn bróður sem eru búsett á Ís- landi. Flest eru þau gift Íslendingum og eru jafnvel búin að eignast börn. „Systur mínar eru búnar að vera hér í allt að tíu ár. Pabbi er hérna líka núna en mamma er á Indlandi með yngstu börnin því þau eru enn svo lítil. For- eldrar mínir hafa samt hugsað um að flytja jafnvel til Íslands þegar börnin verða stærri. Mig langaði alltaf að koma til Íslands enda er það okkar annað heimili. Við systkinin erum öll með íslenskt vegabréf.“ Ein eftirsóttasta kona Indlands Angela hefur í heimsóknum sínum fengið að kynnast matarmenningu Íslendinga, hún segist elska íslenskan mat og kann íslensku heitin á ýmsu. „I love plokkfiskur and harðfiskur and skyr,“ segir hún en biður mig að afsaka framburðinn. „Ég kann fáein orð en nú þegar ég stefni á að koma oftar til Íslands og dvelja hér lendur þá þarf ég að einbeita mér að því að læra íslensku.“ Vegna veðursins hefur hún ekki ferðast mikið um landið í sumar. „Það hefði verið gaman að fá meiri sól,“ segir hún og viðurkennir að veðrið að undanförnu sé ekki að hennar skapi. „Ég er samt búin að fara á Ljósanótt í Keflavík og auðvitað Bláa lónið. Mig dreymir síðan um að sjá norðurljósin. Áður en ég kom hingað núna var ég í London að taka upp sjónvarpsauglýsingu. Jafnvel þó Íslands sé svona stutt frá Englandi fannst fólki mikið til þess koma að ég væri hálf íslensk og væri á leiðinni hingað.“ Ég vann heimavinnuna mína áður en ég hitti Angelu og komst að því að tvö síðustu ár var hún á lista yfir 100 eftirsóttustu konur Indlands. „Jú, það er rétt. Þetta var mikil viðurkenning fyrir mig enda alveg ótrúlega mikið af fallegum konum á Indlandi.“ Hún er komin með umboðsskrifstofu í Los Angeles og finnur þegar mikinn mun á fyrirsætubransanum þar og á Indlandi. „Sam- félagið er allt öðruvísi og ég er spennt að sjá hvernig mér gengur og hvernig störf ég fæ. Nú er ég síðan í fyrsta skipti að kynna mig á Íslandi og stefni á að hitta fólk úr tísku- iðnaðinum áður en ég fer aftur út. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég hugsaði ekki út í það fyrr að starfa á Íslandi. Ég er auðvitað ekki með dæmigert íslenskt útlit en Ísland er að alþjóðavæðast eins og flest önnur lönd. Systur mínar eru vel með á nótunum þegar kemur að íslenskri hönnun. Ég þekki best útivistarmerkin. Ég vona að ég fái tækifæri hér. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is „I love plokkfiskur“ Ég hef grætt mjög mikið á því að eiga foreldra frá tveimur ólíkum menningar- svæðum. Angela Jónsson á íslenskan föður og indverska móður. Hún hefur setið fyrir á forsíðum helstu tísku- tímarita í Indlandi og eru töluvert þekkt í heima- landinu. Angela á fjögur alsystkini á Íslandi og hefur hún heimsótt þau á hverju sumri síðustu árin. Hana langar að efla enn tengslin við Ísland, ætlar að læra íslensku og langar að koma sér hér á framfæri sem fyrirsæta. Angela hefur setið fyrir hjá öllum helstu tískutímaritum í Indlandi. Foreldrar Angelu, Vilhjálmur og Sandra Jónsson, eiga tíu börn saman. Ljósmynd úr einkasafni vítamín-fjölskyldan Vítamín sem mæta þörfum allra á heimilinu íslensk framleiðsla litlar töflur nýtt og betra bragð sjá nánar á Vitamin.is icepharm a 18 viðtal Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.