Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Síða 20

Fréttatíminn - 20.09.2013, Síða 20
 www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBÓ HLÝLEGUR Þ egar hausta tekur þarf ekki bara að finna kjötsúpuupp- skriftina hennar ömmu heldur er tími kominn til að lokkarnir fái að síkka fyrir veturinn. Í sumarhitanum freistast margur karl- maðurinn oft til að klippa hárið stutt. Það var reyndar tilgangslaust þetta sumarið, það kom nefnilega ekki. Því er ekki eftir neinu að bíða. Heldur byrja að safna. En ekki má bara setjast bara upp í sófa og bíða eftir að hárið verði jafn sítt og mannabrjóst á feitabollu í pólóbol. Nei, það þarf að skipuleggja ferlið og fyrsta mál á dagskrá er að velja stíl. Best er að velja stíl sem hentar hártegundinni. Einfaldast er að velja sér Hollywood- stjörnu og spyrja klippar- ann hvort það sé einhver séns að enda svipaður um kollvikin. Ef hár- fræðingurinn er ungur er gott að mæta með mynd. Því það er alls óvíst að hann viti upp á hár hver Kurt Russell sé. Uppvöxturinn Þumalputtareglan er þó sú að láta toppinn og kollinn vaxa fyrst. Ef útlitið krefur má láta síkka í hliðum og að aftan, en ekki fyrr en kollurinn er kominn svolítið af stað. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að snúa dæminu við. Margur hefur brennt sig á að vera með ýsuflaks-hár. Eitthvað sem enginn vill. Sér í lagi norðanmegin við þrítugt. Með síðara hári þarf að hugsa um það. Þvotturinn dugir ekki einn og sér. Það þarf næringu. Hárnæringar eru seldar í of mörgum útgáfum til að nýliðar skilji muninn. Því getur verið gott að prófa hjá næsta kven- kyns heimilismeðlimi. eigir góðan hárdag Ef blásturs er þörf er gott að byrja að æfa sig þegar síddin á toppnum nær u.þ.b. einn þriðja hring utan um nýja rúlluburstann. Sveigja hárinu utan um burst- ann með blásaranum og halda hitanum á í smá stund. Fjarlægja svo blásarann en halda burstanum á sínum stað í nokkrar sekúndur á meðan hárið kólnar. Þá helst sveigjan. Passa bara að ganga ekki of langt. Til að enda ekki eins og gömul kona með vel túperað fjólublátt hár. Strjúka sérlagaðri gel- blöndunni í allt hárið og muna eftir hnakkanum líka. Gott að fara svo í lokin aðeins yfir kollinn með blásarann á kald- asta. Svona til að losna við þetta nýgreidda lúkk. Eins má líka stinga hausnum út úr bílnum á allt að 70 kílómetrum á klukkustund til að ná sama markmiði. Ekki er þó endilega mælt með því hér. HárblástUr Flasa er svo eitthvað sem enginn vill dreifa á axlirnar. Í þeirri baráttu eru margir byrjaðir að stökkva á þann vagn að þvo aldrei á sér hárið með sápu. Þetta er hörð aðgerð en virkar oft og því tilvalið að prófa. Tekur nokkra daga upp í vikur fyrir hárið að byrja að sjá um sig sjálft. Þannig að ekki örvænta svona fyrst um sinn. Þótt hárið sé slímugt og ógeðslegt. tæki, tól og efni Þá er komið að stóru spurn- ingunni. Að blása eða ekki blása? Það er jú efinn. Það þykir ekki mjög karlmannlegt þegar upp kemst um blástur. Það er þó svo að þeir sem ekki eru blessaðir af æðri mætti með fallegum liðum þurfa að blása. Þannig er það bara og því fyrr sem sátt næst, því betra. Til að allrar hreinskilni sé svo gætt er best að kaupa rúllubursta í leiðinni. Nú þarf að greiða makkann. Ekki hræðast efnin. Sum efni haldast klístruð á meðan önnur harðna. Enn önnur gefa smá gljáa svona eins og eftir vel heppnaðan næt- ursvefn. Það er endalaust val og um að gera nokkrar tilraunir þangað til rétta blandan finnst. Gel er allt gott og blessað en með tímanum myndar hugurinn oft þol gegn því. Því leiðast sumir út í harðari efni. Já, lesandi góður. Við erum að tala um Varanlegt. Permanentið er vissulega hættulegur dans og aðeins fyrir þá sem geta þolað hörð skot fyrstu vik- urnar. Þetta er jú varanlegt og því oft betra að sofa á þessari ákvörðun og brúka áfram geldoll- una. rétta síddin Eitt það allra erfiðasta við að safna hári er svo að hafa vit á því að stoppa. Þegar réttu síddinni hefur verið náð skal fara skal nokkuð reglulega í viðhald. Bæði á þykkt og sídd. Ekki láta blindast af eigin hári og söfnunaráráttu. Sá sem lendir í þeim, oft á tíðum fúla, pytti á nefnilega á hættu að enda með sítt hár í tagli. Sem er í raun andstæða þess að eiga góðan hárdag. Ég vil að þú Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is 20 hár og fegurð Helgin 20.-22. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.