Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 20.09.2013, Blaðsíða 23
vel. Það er eins og ég hafi hrein­ lega pantað hann úr pöntunarlista. Hann sefur á nóttunni, er rólegur og glaður, drekkur vel og borðar vel.“ Miðað við hversu stilltur hann hefur verið allt viðtalið hef ég enga ástæðu til að efast um að þetta sé hið fullkomna barn. „Við giftum okkur þegar Breki var fjög­ urra mánaða. Ég var kannski að­ eins of bjartsýn á að ég væri komin í gott form þá. Ég var auðvitað rosalega grönn og í keppnisformi áður en ég varð ólétt en ég bætti á mig 45 kílóum á meðgöngunni. Ég er 188 sentimetrar á hæð þannig að þetta er ekki eins mikið og fyrir einhvern sem er 150 sentimetra hár en þetta var samt svolítið mikið. Ég fékk líka mikinn bjúg.“ Ragnheiður hefur nú þegar misst 35 kíló og hefur hún lagt áherslu á að borða hollan mat og hreyfa sig. „Ég ákvað að vera ekkert að drífa mig að missa þetta. Það er ekki heilbrigt. Allir sögðu mér reyndar að hann myndi drekka þetta af mér en það gerðist ekki. Hann drekkur vel en ég hef þurf að hafa fyrir því að léttast.“ Hún hefur skrifað niður fjölda uppskrifta sem hún hefur búið til á undanförnum mánuðum. „Ég borða hreinan mat, mikið prótein, góð kolvetni og góða fitu. Ég er ekki á fitusnauðu eða kolvetnasnauðu mataræði. Ég sleppi sykri og ég held að það hafi hjálpað. Allt sem ég borða fer auð­ vitað bara beint í brjóstamjólkina. Margar vinkonur mínar eru búnar að biðja mig um að setja upp­ skriftirnar saman í bók þannig að ég er svona að skoða það. Ég hef í gegnum tíðina verið að blogga um heilsu en ég er bara svo hrifin af bókum og veit fátt fallegra en fallega bók. Þegar ég er erlendis get ég eytt meiri tíma í að skoða bækur en skó.“ Andlit nýrrar förðunarlínu Hún verður að mestu ein með Breka þar sem Atli er nú í skipti­ námi í Kína og verður þar allavega fram yfir áramót. „Ég var að hugsa um að fara líka til Kína en síðan var ég ekki alveg tilbúin að fara með litlu barnalungun í alla meng­ unina þar. Atli hefur líka nóg fyrir stafni í skólanum, öll fjölskyldan er hér og allar vinkonur mínar. Það varð eiginlega barnasprengja í vinkvennahópnum þannig að við getum hist með börnin á daginn.“ Ragnheiður er líka nýbyrjuð að vinna með förðunarfyrirtækinu New CID og eru auglýsingar frá því með Ragnheiði væntanlegar. Hún er vel kunnug fyrirsætustörf­ unum enda hefur hún setið mikið fyrir á undanförnum árum og tengja hana væntanlega flestir við Proderm­sólarvörnina. Ég tilkynni henni að vitanlega kaupi ég ekkert annað en sólarvörn frá Proderm. „Það eru líka frábærar vörur. Ég myndi aldrei setja nafnið mitt eða andlit við eitthvað sem er ekki gott. New CID förðunarvörurnar hafa fengist á snyrtistofum en núna er merkið að fara á flug hér á landi. Litaúrvalið er ekki alveg bilað eins og hjá sumum þessum stóru merkjum heldur er lögð áhersla á að grunnurinn sé góður og markmiðið er að laða fram náttúrulega fegurð. Ég er mjög hrifin af þessum vörum og það er vissulega líka alveg hægt að leika sér aðeins með litina.“ Ragnheiður vinnur einnig hjá Te og Kaffi og hefur undanfarin misseri unnið með ömmu sinni sem framleiðir og selur íslenskar ullarvörur undir merkinu M­design. Passar að hafa tíma fyrir sjálfa sig Vegna þess hversu mikið Ragn­ heiður er núna ein með son sinn hefur hún fundið fyrir því hversu nauðsynlegt er að skipuleggja sig til að koma hlutum í verk. „Þegar mig langar á æfingu þá kemst ég ekki og þegar ég kemst þá langar mig ekki. Ég dríf mig nú samt. Ég mæli samt ekki með því að vera of harður við sjálfan sig. Ég var mjög hörð við sjálfa mig á tímabili því ég er auðvitað vön því að vera í mjög góðu formi. Það eina sem hefur dregið mig niður síðan hann fæddist er að komast ekki í öll fötin mín. Allt annað hefur gengið vel, hann er heilbrigður og við nýgift. Eina vandamálið er að ég kemst ekki í gallabuxurnar mínar sem er auðvitað ákveðið lúxusvandmál því ég er nýbúin að eignast barn.“ Hún ráðleggur öðrum nýbökuðum mæðrum að leyfa sér að eyða tíma í sjálfar sig, enda er ánægð móður að öllum líkindum betri móðir. „Ég átti svolítið erfitt með það um tíma. Mér fannst ég ekki mega nagla­ lakka mig því það tók alveg 20 mín­ útur að láta naglalakkið þorna. En svo áttaði ég mig á að tíminn sem ég eyddi í mig var líka dýrmætur; að fara á kaffihús, fara í ræktina, vera lengi í sturtu. Þetta er allt svo vanmetið. Ég æfi alltaf í Hreyfingu og finnst alveg frábær slökun í raun að fara þangað á æfingu. Bláa lónið og Hreyfing eru mínir uppá­ halds staðir til að slaka á enda held ég að ég sé eini Íslendingurinn sem fer í Bláa lónið í hverjum mán­ uði. Við búum í Garðabæ þannig að það er svo stutt að fara.“ Það er þó ekki víst að fjölskyldan búi í Garðabæ til frambúðar því Ragnheiður og Atli horfa hýru auga til útlanda. „Hann langar að fara í meira nám úti þegar hann er búinn með viðskiptafræðina og mig langar líka í nám. Við höfum skoðað Bandaríkin og Asíu en það er ekkert ákveðið. Ég bjó um tíma í Suður­Afríku og leið mjög vel þar. Mér fannst líka mjög gaman að keppa þannig að ég ætla ekki að útiloka að ég fari aftur í það. Þetta kemur allt í ljós.“ Þrátt fyrir mikinn metnað Breka til að vera stilltur er hann nú orðinn heldur sybbinn og kominn tími á seinni lúr dagsins. Það er því næsta mál á dagskrá hjá mæðginunum, og framtíðin bara kemur þegar hún kemur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hann átti hins vegar auðvelt með að heilla vinkonur mínar upp úr skónum, og mig líka. viðtal 23 Helgin 20.-22. september 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.