Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Page 28

Fréttatíminn - 20.09.2013, Page 28
Uppskrúfuð andoxun U Um helgina er stefnt að því að fara í sveitina og sækja eplin, sumarupp- skeruna. Síðast þegar ég gáði voru fimm rauðgullnir ávextir á trénu, kannski ekki stórir – en samt epli. Ef ég ýki ekki, eins sagt er að laxveiðimenn geri stundum þegar þeir tjá sig um fiska sem þeir hafa misst, þá eru eplin á stærð við þokkalegar plómur. Vonandi hanga þau enn á epla- trénu þegar við vitjum þeirra því haustið fylgir í kjölfar óþurrkasumarsins og kalda vorsins með óttalega leiðinlegu veðri. Enn liggur ekki fyrir hvernig eplin bragðast. Vera kann að þau séu súr – og ljóst er að þau metta ekki marga munna. Því er stefnt að því að baka úr þeim. Eplakaka með þeyttum rjóma er lostæti. Þegar að bakstrinum kemur treysti ég því að aðrir en ég stýri verkinu. Ég mun hins vegar fylgjast vel með til þess að læra handbragðið, verði uppskeran betri næsta sumar. Eplalundurinn er ekki stór, aðeins tvö tré og annað bar ekki bar ávöxt, enda hálf ræfilslegt. Óvíst er að það lifi vetur- inn af, verði hann í líkindum við aðrar árstíðir þessa árs. Til stóð að fjölga epla- trjám í lundinum en við urðum of sein. Síðustu eplatré sumarsins voru auglýst með 70 prósent afslætti. Það virðist hafa hrifið því þegar ég mætti í verslunina til að ná í viðbót voru þau uppseld. „Þú verður að bíða fram á næsta vor,“ sagði búðarþjónn, rétt eins og hann væri að tala við amatör en ekki eplabónda sem biði uppskeru sinnar. Ekki er með góðu móti hægt að halda því fram að við hjónin séum sjálfum okkur nóg um grænmeti og ávexti, þrátt fyrir tilraunir í þá átt. Gulrótarfræ sem við höfum sáð að vori hafa aldrei þroskast almennilega. Betur gengur með kál af ýmsum gerðum. Það dugar í nokkur mál. Radísur hafa sprottið en okkur hefur hætt til að taka þær of seint upp. Því hafa þær trénað. Rifsberjatrén okkar standa svo sem fyrir sínu – en eru aðeins þrjú. Því er uppskeran takmörkuð. Staðið hefur til að fjölga þeim svo sulta fáist með jólarjúpunni en það hefur farist fyrir. Ber höfum við ætlað að tína í mörg ár, ekki síst aðalbláber sem bera af öðrum og nútímavísindi segja að séu ofurfæða. Ekkert hefur þó orðið af því. Við vorum ákveðin að fara í berjamó í haust en það hefur rignt allar helgar svo við höfum set- ið heima. Ég átti hins vegar erindi vestur á firði um liðna helgi. „Notaðu lausa stund, ef hún gefst, til að tína ber,“ sagði konan. Hún var þó vonlítil um árangur, þekkir sinn mann og hefur reynslu af því að hann er lélegur berjatínslumaður. Þess utan var veðurspáin slæm, að vanda, auk þess sem grunur lék á að næturfrost hefði skemmt þau ber sem þó höfðu, þrátt fyrir votviðri og sólarleysi, látið sjá sig. Færi á berjatínslu gafst dagstund þegar upp stytti. Báðar systur mínar voru með í för, vopnaðar tínum og fötum. Ég var hvorki með tínu né fötu en fann til tóman skrúfupakka og greip með mér í móinn. Berin höfðu sloppið þótt ljóst mætti vera að þau þyldu ekki marga óveðursdaga til viðbótar. Ég heyrði þegar systurnar tæmdu úr tínunum í fötur sínar. Hægar gekk hjá mér. Það var helst að fingurnir lituðust vínrauðir af viðkvæmum aðalblá- berjunum þegar ég stakk stöku beri í skrúfupakkann. Rúmmál hans var lítið. Hætt var við að afraksturinn yrði ekki til að hrópa húrra fyrir. Milli þess sem ég greip ber og ber á stangli settist ég á þúfu og horfði út á fjörðinn, yfir hólma og sker og gleymdi mér þannig í berjatínslunni, rétt eins og eiginkonu mína hafði grunað. Það er þó á við heilsusamlegt andoxunarefni berja að slaka á með þeim hætti í náttúrunni, í laut í skjóli fyrir haustvindum. Systurnar voru hins vegar ekki eins draumórakenndar og héldu sig að verki. Það hækkaði stöð- ugt í fötunum hjá þeim þótt lítið bættist í skrúfupakkann minn. Hið smáa er fagurt, ekki síður en það stóra, fjörðurinn og hólmarnir. Það sá ég þegar ég rýndi í gróðurinn allt í kringum mig. Berjaþúfurnar voru svartar eða bláar, með grænu, gulu og rauðu ívafi lyngsins. Það var að skrýðast haustbún- ingi, ekki síður en trén ofar í hlíðinni. Vatn seytlaði alls staðar í kringum mig. Vætutíð sumarsins og haustsins sá til þess. Sprænur voru í öllum skorningum og lækir með fjörugasta móti. Smyrill æfði flugkúnstir og á flös hvíldu tveir selir og biðu þess að yfir hana flæddi. Það var því lítið í skrúfupakkanum þegar systurnar kölluðu og sögðu að tímabært væri að leggja í hann, kannski botnfylli af aðalbláberjum. Þær roguð- ust hins vegar af stað með fullar fötur, andoxunarefni og aðra hollustu fyrir sig og sína. Lítið hafði ég hins vegar fram að færa þegar heim kæmi. „Ansi er þetta rýrt,“ sögðu systurn- ar þegar þær kíktu ofan í skrúfupakka bróður síns, „þér er greinilega margt betur gefið en úthald til berjatínslu. Þetta gengur ekki.“ Að því sögðu fundu þær til vænt plastbox með loki, gripu skrúfupakkann og tæmdu lítilræðið úr honum í boxið og fylltu það síðan með berjum af sinni gnótt. „Taktu þetta, það er ómögulegt að þú komir tómhentur heim.“ „Ansi varstu duglegur, elskan,“ sagði konan þegar ég gaukaði að henni berja- boxinu við heimkomuna, „þér hefur svo sannarlega farið fram í berjatínslunni. Hver hefði trúað því?“ Eplin fimm í kökunni verða skreytt með nýjum aðalbláberjum. Ég segi kon- unni seinna hver tíndi þau. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i NÝTT Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum 28 viðhorf Helgin 20.-22. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.