Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Side 29

Fréttatíminn - 20.09.2013, Side 29
Skipholti 37 Sími 568 8388 Opið laugardaga frá 11-16 LJÓSASALA Í LUMEX Láttu drauminn rætast! Til að rýma fyrir nýjum og glæsilegum vörum bjóðum við úrval ljósa og fylgihluta á frábæru verði í nokkra daga. 170.000 kr. Verð áður 244.000 kr. Twiggy Á Landsbókasafni stendur yfir sýning á afrakstri minningar- smiðju fyrir Alzheimerssjúklinga sem fram fór fyrir tveimur árum. Smiðjan stóð yfir í tvær vikur og var í samstarfi við Þórarin Eldjárn rithöfund og fjórtán nemendur úr teiknideild Myndlistarskólans í Reykjavík. Smiðjan var hluti af rannsóknarverkefninu Listir og menning sem meðferð við Alzhei- merssjúkdómnum og beinist að meðferð án lyfja og er upprunnin frá Minnismóttöku Virgen de la Arrizaca háskólasjúkrahússins í Murcia á Spáni. Meðal markmiða smiðjunnar var að opna umræðu um Alzheimerssjúkdóminn og kanna hvernig frásagnir minn- inganna gætu sameinast vísinda- legum rannsóknum og eigindlegu mati á Alzheimersjúkdómnum. Þórarinn Eldjárn las sögu sína Hvaðefsaga fyrir þátttakendur sem í lok upplestrarins tóku upp þráðinn og héldu samræðunum áfram um tengsl þeirra við hin ýmsu fjöll. Vonast var til að smá- sagan myndi vekja upp minningar um liðna atburði. Umsjón með smiðjunni hafði Halldóra Arnar- dóttir, doktor í listfræði og segir hún markmiðið fyrst og fremst að veita þátttakendum gleði. „Það er brosið sem er mikilvægt að þátt- takendur fái og finni. Daglega lífið hjá þeim verður léttara því það er eitthvað skemmtilegt að gerast og fólk hlakkar til að fara á staðinn og taka þátt í smiðjunni,“ segir hún. Út er komin bók sem lýsir öllu ferli smiðjunnar þar sem allir sem tóku þátt segja frá sinni upp- lifun. Sýningin stendur til 3. október. -dhe Frásagnir minninganna með Þórarni Eldjárn Halldóra Arnardóttir, doktor í listfræði og Þórarinn Eldjárn. Helgin 20.-22. september 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.