Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.09.2013, Síða 52

Fréttatíminn - 20.09.2013, Síða 52
 Í takt við tÍmann Baldvin Þormóðsson Hættur að nota sjampó Baldvin Þormóðsson er 19 ára Garðbæingur sem útskrifaðist úr MH í vor og var að hefja nám í viðskiptafræði í HÍ. Baldvin hefur unnið í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar síðan hann var unglingur og það mótar fatastíl hans. Uppáhaldskvikmynd Baldvins er 60 ára gömul og hann er Dominos-maður þegar kemur að pítsum. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er margbreytilegur, ég er mikið fyrir peysur en ég er oftast líka frekar fínn. Nú er haustið komið og þá er ég kominn í góða skó og ullarsokka en er samt í fínni skyrtu við. Haust og vetur eru uppáhalds árstíðirnar mínar, þær henta mínum stíl. Ég er ekki í alveg nógu góðu formi til að vera á hlýrabolnum á sumrin. Ég er að vinna í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar um helgar og hef gert það í nokkur ár. Áður en ég byrjaði í búðinni var ég með sítt hár og spangir og gekk í Korn-bol. Ég var bara settur inn á lager fyrst um sinn. Nú kaupi ég langmest af fötunum mínum þar en ég versla líka í GK Reykjavík og Spútnik. Mér finnst fataúrval hér á landi mjög gott og hér eru frábær íslensk fatamerki. Mér finnst miklu skynsam- legra að safna peningum og kaupa eina góða flík hér held- ur en að kaupa tíu flíkur í H&M sem allir eiga. Uppáhalds- flíkin mín er Harris Tweed jakki úr Kormáki og Skildi. Hann virkar við öll tilefni. Það er gott skóúrval í Kron og ég versla þar. Það er ekkert að því að eiga gott skósafn, strákar vanmeta oft skóbúnað. Hugbúnaður Það fer eftir stemningunni hvert kvöld hvar ég djamma en ég fer mikið á Prikið og Dollý og svo getur verið gott að byrja kvöldið á Kaldabar. Eftir að ég fór að djamma með eldra fólki hef ég líka farið svolítið á Boston. Eitt eftirminnilegt kvöld þar stóð pabbi vinar míns við barinn að drekka kampavín. Bestu kvöld lífs míns eru samt undantekningarlaust á karókístaðnum Live Pub. Uppáhaldsdrykkurinn minn er Einn klassíkur á Prikinu. Ég fæ mér hann alltaf en veit ekki enn hvað er í honum. Ég er í skóla og í hlutastarfi á Fíton og hjá Kormáki og Skildi svo ég hef ekki mikinn tíma fyrir margt annað. Ég hef eiginlega bara tíma seint á kvöld- in og þá horfi ég mikið á bíómyndir. Ég tek stundum æði, eina vikuna horfði ég bara á Sci fi-myndir og svo horfði ég á rómantískar gamanmyndir vikuna á eftir. Uppáhaldskvikmyndin mín er How to Marry a Millionaire með Betty Grable og Marilyn Monroe frá 1953, það er hin fullkomna mynd. Ég hef ekki gefið mér tíma til að byrja að horfa á Game of Thrones, Breaking Bad eða Orange is the New Black. Þegar ég horfi á sjónvarpsþætti horfi ég bara aftur og aftur á Seinfeld. Vélbúnaður Ég hef átt Macbook Pro í þrjú ár og vinn mikið á hana. Henni var reyndar einu sinni stolið en ég fékk hana aftur eftir þrjá mánuði. Hún var í fínu lagi en það var skrifaður diskur í drifinu með hörðustu teknótónlist sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Svo er ég með iPhone eins og allir aðrir en ég nota hann mest í Hungry Shark Evolution. Það er geggj- aður leikur! Aukabúnaður Ég hef gaman af góðum mat. Á Snaps bistro er geggjað að fá sér andalifur og djúpsteikti kjúklingurinn á Nora Magazine er góður. Annars reyni ég að vera lítið í skyndi- bitanum. Nema í pítsum á sunnudögum og ég ætla ekkert að reyna að láta eins og ég panti á Eldsmiðjunni. Ég panta bara á Dominos. Ég hætti að nota sjampó fyrir löngu síðan og hárið mitt hreinsar sig sjálft. Einu snyrtivörurnar sem ég nota eru JS Sloane brilljantínvaxið sem góður vinur minn, Smutty Smiff, framleiðir. Ég fer til útlanda á hverju ári með Hamrahlíðarkórnum. Í fyrrasumar fór ég í mánaðarferð um helstu stórborgir í Suður-Evrópu og end- aði á Costa del Sol í útskriftarferð. Þar var mikið borðað og drukkið. Í þessari ferð smakkaði ég tartar í fyrsta og síðasta sinn. Baldvin Þormóðsson er nemi í viðskiptafræði við HÍ með áherslu á markaðsfræði. Ljósmynd/Hari  appafengur Evernote Evernote man allt. Þess vegna er jú viðeigandi að táknmynd appsins sé af fíl. Evernote er ekki nýtt af nálinni en það er bara svo ótrúlega hand- hægt að það á skilið að skrifað sé um það hér. Í raun er fátt sem appið getur ekki haldið utan um; þú getur skrifað þar minnismiða, tekið myndir, geymt skjá- myndir, tekið upp hljóð og vistað vefsíður. Appið sér um að skipu- leggja gögnin og er mjög auðvelt að leita í þeim. Þá er einfalt að senda gögnin hvert á land sem er í tölvupósti. Það sem mér finnst sérlega gott við Evernote er að hægt er að nota sama aðgang í símanum, í spjaldtölvunni og í borð- tölvunni. Þannig getur þú sett upp- lýsingar inn í appið í gegnum borð- tölvuna en hefur alltaf aðgang að þeim í gegn um símann, og öfugt. Ég geymi satt að segja mikið af mataruppskriftum í appinu og skoða þær síðan í símanum við eldavélina, með myndum og öllum leiðbein- ingum. Ég hef það síðan fyrir satt að skólafólk noti Evernote til að glósa og þá hafa nemendurnir aðgang að glósunum alls staðar, alltaf. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is 52 dægurmál Helgin 20.-22. september 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.